Femínísk nálgun á jólalög

Staðalmyndir og úrelt viðhorf eru svo sannarlega fyrir hendi og mjög áhugavert að skoða þær. Það er einmitt hægt að nota klassísk kvæði og sögur til að vekja spurningar hjá börnum. Mínum strákum fannst alveg glatað að Rúdolf með rauða nefið skyldi vera lagður í einelti og „hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna“ varð efni í samræður um kynjajafnrétti.

En að armæðast af heilagri vandlætingu yfir því að höfundar séu börn síns tíma, hvað heitir það á íslensku?