Eins og við séum að tala um sorphirðu

Benjamin Julian tók myndina

Þrír mánuðir. Þrettán vikur. Síðustu 92 morgna hef ég vaknað við drauma um leitina að Hauki. Mig dreymir engin samskipti við hann lengur, enga tölvupósta frá honum, heldur árangurslaus samtöl við yfirvöld, sundurtætta búka, leitarflokk í sprengjugíg,  fréttir af líkfundi, tölvupóst frá Rauða krossinum, hræætur að éta lík, nýjar yfirlýsingar frá þessari sem heldur því fram að yfirvaldið sé að gera allt sem mögulegt er til að afla upplýsinga en hundsar ábendingar um að líklegast sé að líkið liggi enn á víðavangi. Ef hann er þá látinn … Halda áfram að lesa

Fjórða kort mitt til Erdoğans

 

Viðbjóðurinn Erdoğan hefur ákveðið að flýta kosningum. Ekki svo að skilja að í Tyrklandi fari fram frjálsar kosningar en hann telur sennilega minni líkur á því að hann mæti andstöðu nú en eftir ár. Bæði af því að efnahagur landsins er á niðurleið og vegna þess að hann er að herða ritskoðun og hann veit að fólki mun líka það æ verr. Með því að boða til kosninga strax sviptir hann andstæðinga sína raunhæfu tækifæri til að kynna stefnu sína. Áhrifin verða þau, ef hann nær kosningu, að hann fær í hendur það alræðisvald sem fallist var á að veita forseta í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir ári.

Ég sendi honum þessa kveðju hér að ofan í morgun.