Gillz vann „Fuck you rapist bastard málið“ fyrir Mannréttindadómstól Evrópu

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur nú kveðið upp dóm í fyrra máli Egils Einarssonar gegn Íslandi (Fuck You Rapist Bastard málinu) og komist að þeirri niðurstöðu að Íslenska ríkið hafi brotið gegn rétti hans til æruverndar með sýknudómi sínum fyrir Hæstarétti Íslands.

Forsaga málsins er flestum kunn: Egill var sakaður um nauðgun í félagi við sambýliskonu sína og miklar umræður urðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Saksóknari taldi ekki tilefni til að gefa út ákæru í málinu en það lægði ekki öldurnar og Egill lá áfram undir ámæli. Halda áfram að lesa