Upp að Steini

Ég hefði seint trúað því að ég ætti eftir að eiga frumkvæði að því að fara í fjallgöngu en mér ofbauð svo úthaldsleysi mitt um síðustu helgi að ég ákvað að við þetta yrði ekki unað öllu lengur svo ég stakk upp á því að fara á Esjuna í dag. Bara upp að Steini samt, ég reiknaði ekki með að hafa úthald í meira en það. Ég hef aldrei gengið á Esjuna áður en Einar hefur haldið því fram að ég yrði svona 40 mínútur upp að Steini. Það sannaðist í dag eins og svo oft áður að hann hefur miklar ranghugmyndir um líkamlegt atgervi mitt. Halda áfram að lesa