Verður kartöflurækt einokuð?

Í gær benti ég á þvæluna í þeim sem flokka hvern þann sem marxista, sem telur kapítalismann vinna gegn lýðræði og frelsi.

Í þessu viðtali er fjallað um fyrirhugaða plöntulöggjöf Evrópusambandsins; reglur sem hætta er á að hefti frelsi almennings til þess að stunda jafn áhættulausa og sakleysislega iðju og matjurtarækt. Þetta er einmitt dæmi um það hvernig kapítalisminn snýst beinlínis gegn viðskiptafrelsi og maður þarf ekki að vera sérstakur aðdáandi „samsæriskenninga“ til að gruna að slíkar reglur séu settar með hagsmuni stórfyrirtækja að leiðarljósi. Halda áfram að lesa