Borgaraleg óhlýðni Alþingis?

Samkvæmt fréttum gera reglur Evrópuráðsins ráð fyrir kynjakvótum. Hér segir  að kynjahlutföll eigi að endurspegla kynjahlutföll á þingi og að minnst einn fulltrúi af því kyni sem á hallar skuli sitja í hverri nefnd.

Þessu er ekki hægt að framfylgja ef kosið er í nefndir. Samt er íslenska sendinefndin kosin.

Þjóðþingið gefur þannig skít í reglur Evrópuráðsins. Það verður ekki túlkað sem annað en yfirlýsing um að reglurnar eigi ekki rétt á sér. Kannski yfirlýsing um að kosningar séu lýðræðislegri en kynjakvótar.

Þegar almennir borgarar brjóta reglur meðvitað í pólitískum tilgangi, heitir það borgaraleg óhlýðni. Hvað heitir það þegar þjóðþing notar sömu taktík í fjölþjóðlegu samstarfi?

Við vildum eitthvað annað

Myndin er héðan

Búsáhaldabyltingin var engin bylting. Hún var röð uppþota sem hröktu vanhæfa ríkisstjórn frá völdum. Enginn dó og það er á mörkunum að hægt sé að tala um óeirðir en fólk óhlýðnaðist lögreglunni og það var svo brjálæðislega róttækt að í huga þjóðar sem þekkir hvorki sverð né blóð (enda þótt hún styðji hvorttveggja með hundslegri tryggð sinni við Nató) var það nánast stríðsástand sem ríkti frá miðjum nóvember 2008 og út janúar 2009. Halda áfram að lesa