Paddle right out of the mess

Einu sinni elskaði ég fávita sem kenndi mér dýrmætustu lexíu sem ég hef lært í lífinu, nefnilega þá að sá sem fer illa með þig einu sinni mun gera það aftur, og aftur, og aftur, þar til þú hættir að gefa honum tækifæri til þess.

Nú er þessi sami fáviti annað hvort að reyna að rugla mig í ríminu og fá mig til að vantreysta dómgreind minni (eins og hann hefur svo oft áður reynt og stundum tekist)eða þá að fávitaháttur hans er á því stigi að hann er að reyna að byggja upp traust hjá mér með því að ljúga að mér.

Það skemmtilega við þetta allt er að hann veit líklega ekki hvað mér líður vel.

Það er dásamleg tilfinning að sjá í gegnum þann sem er að reyna að fokka í manni.

And you spin in the slipstream
tideless, unreasoning
paddle right out of the mess.

(Ian Anderson)