Maður ársins

Hermann Ragnarsson er maður ársins. En það er ekki boðlegt að fyrir hvern flóttamann sem kemur til landins þurfi almennir borgarar að vinna ómælda sjálfboðavinnu til þess að stöðva stjórnvöld í margháttuðum mannréttindabrotum.

Ólöf Nordal telur sig ekki bera neina ábyrgð á þessu en hún ber nú samt pólitíska ábyrgð á þessum málaflokki. Ef hún hefur raunverulega áhuga á að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig, þá hlýtur hún að reka það fólk sem hún álítur að beri ábyrgðina á því að þau voru send burt.