Er Björt Ólafsdóttir að nota femínismann til að afvegaleiða umræðuna?

Frétt vísis af því að Björt Ólafsdóttir noti þingsal Alþingis til þess að markaðssetja vöru fyrir vinkonu sína hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum og finnst mörgum þetta ærið ósmekklegt tiltæki.

björt

Björt bregst við fréttinni með eftirfarandi færslu á Facebook

Obbosí. Næst verð ég með bindi til þess að hvetja karlkyns samþingmenn mína til að bera það í þingsalnum. Nú ansi hrædd um að einhverjum muni líka það 😂

Nei, við frekari umhugsun. Það gæti auðvitað endanlega farið með feðraveldið eins og það leggur sig.

 

 

Atvikið hefur auðvitað ekkert með meint feðraveldi að gera. Þegar þingmaður notar aðstöðu sína í auglýsingaskyni, þá er það spilling og ekkert annað. Björt gerir sjálfri sér engan greiða með því að reyna að afvegaleiða umræðuna heldur eykur hún enn á skömmina.

Það er svo frekar kaldhæðnislegt að það teljist ekki brot á reglum að nota þingsal sem vettvang fyrir markaðssetningu en að þingmönnum sé hinsvegar meinað að klæðast gallabuxum í vinnunni. Væri ekki bara best að henda öllum reglum um klæðaburð þingmanna?

 

20561691_10211640226154228_661902420_nUppfært kl. 10:41.
Lesandi benti mér á eitt sem mér hefur yfirsést. Björt Ólafsdóttir er kynjafræðingur. Það er því hugsanlegt að hún sé alls ekki að reyna að afvegaleiða umræðuna heldur sé þetta enn eitt dæmið um undarlegar hugmyndir femínista um feðraveldið sem skýringu á öllum óþægindum sem konur, eða a.m.k. femínistar verða fyrir í lífinu.

Uppfært kl. 10:50. Björt hefur nú bætt eftirfarandi texta við upphaflega færslu:

En vissulega skil ég að fólki þykir Alþingi vera helgur staður og vill standa vörð um virðingu þess. Ég hef reyndar oft verið í íslenskri hönnun þar áður og um það hefur verið fjallað, ( til dæmis á samfélagsmiðlun) það var alls ekki mín ætlan að brjóta gegn því. Mér þykir miður ef þessi ljósmynd skapi slík hughrif.