Drekkjum Álgerði – ekki Valgerði

AR-60621024

Þrjúþúsund manns safnast saman til friðsamlegra mótmæla gegn stóriðjustefnunni.
-Fréttastofa sjónvarps sér ekki ástæðu til að geta þess í kvöldfréttum.

Fjórir piltar taka sig saman um að bera eitt spjald með ósmekklegri áletrun. Iðnaðarráðherra bregst ókvæða við og ÞAÐ ratar í Kastljósið.

Það þarf ekki háa greindarvísitölu til að álykta að áletrunin „Drekkjum Valgerði“ hafi beinst gegn stefnunni sem Valgerður stendur fyrir en ekki henni sjálfri. Engu að síður var alger óþarfi að hafa hana svona persónulega. „Rústum Álgerði“ hefði verið mun smekklegra. Auk þess hefði enginn reynt að snúa því upp í morðhótun til að draga athyglina frá tilgangi göngunnar.

En það er líklega rétt hjá snáðanum sem sat fyrir svörum; þeir sem berjast gegn tækifærissinnuðum stjórnvöldum þurfa að að ofbjóða fjöldanum til að ná athygli fjölmiðla.

Það er hálfömurlegt, en málefni seljast ekki. Stór orð seljast.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.