Kvæði handa pöbbum og pabbaskottum

Þennan texta skifaði ég við lag eftir Begga bróður minn, eitt af þessum sem aldrei verður notað.

Í æskunnar ólgusjó,
hve indælt var pabba hjá.
Hann öryggi okkur bjó
og gamla hluti gerð´ann sem nýja.

Systir manstu þá tið,
skriðu ponsuskott í pabbaholu hlýja,
Manstu þá tíð,
allt of margir dagar milli vaktafría.

Bíltúr að bátahöfn,
berjaferð sérhvert haust,
stangveiði og steinasöfn,
bíóferð á fimm vikna fresti.

Systir manstu þá tíð,
margar ökuferðir upp í sveit með nesti.
Manstu þá tíð
er til skiptis bar hann skottin sín á hesti.

Og um vetur í vondri tíð,
þegar vindurinn kinnar beit,
þá neri hans höndin blíð
yl í litla ískalda fætur.

Systir manstu þá tíð,
dvöl hjá elsku pabba, laus við þras og þrætur.
Manstu þá tíð,
kúrðu ponsuskott við pabbaskegg um nætur.

Ferðalok

Þegar við vorum komin í gegnum Hvalfjarðargöngin ók Áttavitinn til baka í átt að Hvalfirði. Við fórum nú samt ekki lengra en að Meðalfellsvatni en þar leituðum við lengi dags að gamla kofanum afa og ömmu sem Hulla uppástóð að hefði verið færður og stæði þar einhversstaðar enn. Við stelpurnar vorum þar mikið sem börn og oft var pabbi með líka. Ekki fundum við bústaðinn (eða öllu heldur kofann) enda vafalaust löngu búið að rífa hann.

loa3

Halda áfram að lesa

Akranes

13515287_10208663074029758_281156297_nÞegar við komum að Grímsstöðum á mánudagskvöld, uppgötvaði ég að ég hafði týnt símanum mínum. Sem betur fer var þetta ekki óbætanlegur snjallsími heldur gamli nokiasíminn sem ég fékk þegar Hulla yngdi upp. Ég reiknaði ekki með að finna hann aftur en við stoppuðum við Borgarnes þar sem við höfðum borðað nesti á mánudeginum því þar mundi ég síðast eftir honum. Og haldiði að hann hafi ekki bara legið þar í grasinu. Sem betur fer hafði ekkert rignt og síminn er í fínu lagi. Halda áfram að lesa