Á sérstökum stað

Bara svo það sé á hreinu þá er ég ekki á leið með að verða útivistarfrík en um helgina gerði ég nú samt aðra tilraun til að fara í útilegu. Ég hef hingað til talið rétt að prófa allt einu sinni en nú er ég komin að þeirri niðurstöðu að sumt þurfi að prófa þrisvar sinnum áður en maður gerir upp við sig hvort það er áhugavert eða ekki.  Halda áfram að lesa

Útilega – dagur 3 – Svínafellsjökull

Ég hafði aldrei stigið fæti á jökul og þótt ég sé ekki svo hrifin af áhættusporti að mig langi í ísklifur eða að klöngrast yfir jökla dögum saman, hefur mig samt langað ponkulítið að prófa að stíga á jökul, bara til að vita hvort það er eitthvað líkt því að ganga um götur Reykjavíkur í febrúar. Það er búið að loka vegarslóðanum að Breiðamerkurjökli en við komumst að Svínafellsjökli. Halda áfram að lesa