25. Femínismi einkennist af pólitískum rétttrúnaði

25Feminismi einkennist af pólitískum rétttrúnaði.  Í skjóli kennivalds síns sýna femínistahreyfingar og einstaklingar sem tjá sig undir merkjum feminsta oft ofstopafull viðbrögð af litlu tilefni.

Póltískur rétttrúnaður fær góðar manneskjur til að gera illa hluti og fólk sem stjórnast af pólitískri rétthugsun er stórhættulegt. Það telur skoðanir sínar heilagar og vílar þessvegna hvorki fyrir sér að taka þátt í mannorðsmorðum eða styðja fasískar hugmyndir. Hjá feministum kemur pólitískur rétttrúnaður ekki síst fram í þeirri hugmynd að þegar kona ber sakir um ofbeldi á karlmann eigi samfélagið skilyrðislaust að standa með meintu fórnarlambi, einnig þegar framburður konunnar er mjög ótrúverðugur og engin önnur gögn styðja sögu hennar heldur.

Pólitískur rétttrúnaður verður einnig til þess að ákvarðanir geta snúist beint gegn þeim hagsmunum sem ætlunin er að vernda, t.d. þegar áherslan á að koma konu í valdastöðu verður til þess að skaða hagsmuni kvenna.