Vöggukvæði

Eftir dagsins argaþras
ýmiskonar bauk og bras,
rifnar buxur, brotið glas
blíðlega strjúka má þér.

Hægt og hljótt,
hægt og hljótt,
þér ég vagga þýtt og rótt.
Það er komin kolsvört nótt
þú mátt kúra hjá mér.

Aldrei líta af þér má
undursnögg er höndin smá,
voða þá ég vísan á
víki ég eitt skref frá þér.

Ofurhugans eldleg þrá
einatt húsið herjar á,
því er kappann sælt að sjá
sofna í hausinn á sér.

Meiri er mér þó gleði af því
að morgni líta enn á ný
leik þinn, bjástur hopp og hí,
horfa á þig vaxa frá mér.

Augnaljósin ljúfu þín
lækna sálarmeinin mín
inn í hugans auðnir skín
ástin sem hef ég á þér.

sett í skúffu í ágúst 1990

 

Share to Facebook

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *