Ástkonan

Er klæðist mánagyðjan möttli skýja
og myrkrið drýpur hljótt af birkigreinum
og skuggaverur skjótast undan steinum
skæruárar óttans dyra knýja.

Þá napur gjóstur nístir inn að beinum
og náköld skelfing grafarhúmsins hvískrar
og ryðgað hliðið hriktir, marrar, ískrar
með harmaþrungnum sorgarinnar kveinum.

Þar moldarinnar yfir opnu sári
ein hún grætur einu köldu tári
sem falli hrím á fylgju elskhugans

en engin blóm hún leggur á hans leiði
Í leynd svo engan veruleikinn meiði
vill hún í myrkri vitja grafar hans.

 

 

Share to Facebook