Löngum hafa nöfn mín
hrakist fyrir vindum
og hvítur stormurinn felur í sér
fyrirheit um frekari sviptingar.
Án sektar
án sakleysis
hef ég gefið honum eitt þeirra á vald,
hrifist með hvini hans
að endimörkum frumskógarins
þar sem höggormurinn hringar sig
utan um sólina
og barn hefur stigið sín fyrstu skref
út á brúna
sem skilur veröld hugsunar og tungu.