Andlit barns

Kannski veistu aldrei hvar þú stendur
né hver ég er.
Engill er ég ekki af himnum sendur
en er þó hér.
Og fjandinn er af félögunum kenndur
því fer sem fer.

Sérhver er með sínu marki brenndur
það sagt er mér.
Fjall er ég og fagrugrænar lendur
og flæðisker.
Andlit hef ég barns en öldungs hendur
og auga á þér.

Share to Facebook