Kröfurnar eru á hreinu

Við ungmennin viljum semsagt losna við Tryggva Jónsson og aðra fjárglæframenn, dæmda eða ódæmda, úr bönkunum.

-Við viljum ekki láta afskriftir skulda stjórnenda, þingmanna og annarra valdamanna viðgangast.

-Við viljum ekki borga skaðann vegna Icesave.

-Við viljum ekki vera neydd til að taka lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Við byrjuðum á því að fara í tölvudeildina og krefjast þess að fá gagnaeyðingarbúnað afhentan. Ekki urðu menn við þeirri kröfu en við fórum inn og stöðvuðum vinnu í dágóða stund.

Þar næst fórum við inn í aðalbankann og héldum uppi kröfum um að spillingarliðið viki og að almenningur yrði ekki látinn bera skaðann af klúðrinu og eiginhagsmunapotinu hjá Landsbankanum.

Að síðustu fórum við í útibúið á Laugavegi, þar sem Tryggvi Jónsson er með skrifstofu og hömruðum á sömu kröfu.

Þetta er ekkert mál. Venjulegt fólk getur, án þess að eyða óratíma í skipulagninu, farið inn í hvaða stofnun sem er, inn á hvaða skifstofu sem er og gert hvað sem því sýnist. Landsbankamenn eru heppnir, því hér voru á ferð friðsamir mótmælendur. Ekki svo mikið sem einn penni var eyðilagður. Ég yrði þó ekki hissa þótt síðar muni spretta upp hópar sem ganga lengra, miklu lengra. Ef sanngjarnar kröfur okkar, sömu kröfurnar og þúsundir manna hafa haldið uppi á hefðbundnum útifundum verða hundsaðar, þá er þess ekki langt að bíða.

Já og svo veit ég að bein aðgerð er fyrirhuguð á morgun. Áhugasamir mæti að Glæsibæ kl 10.

Share to Facebook

One thought on “Kröfurnar eru á hreinu

  1. ——————————————————–

    Ég er því miður ekki viss um að komast. Verð þá með ykkur í anda, eins og í morgun, flott hjá ykkur.

    Posted by: Kristín | 17.12.2008 | 23:39:52

    ——————————————————–

    Tjásur á moggabloggi
     
      Jóa mín – farðu nú að hætta þessu – við vitum að þú ert á móti – bara á móti – en það er líka staðreynd að þessi ofbeldisverk ykkar – atvinnumótmælenda – eru farin að fara í taugarnar á fólki – grímur og annað sem þið notið – sum – sína þó að sumir í ykkar hópi skammast sín fyrir veruna og þátttökuna.

    Bestu kveðjur til þín

    Óli Hrólfs

    ——————————————————–

    Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 11:43

      Ég stend með mótmælendum 100%, haldið áfram ykkar góða starfi líka fyrir okkur sem komumst ekki vegna fjarlægðar eða aðstæðna.  Ég fylgist vel með, og er með ykkur í huganum.  Áfram Ísland, BURT MEÐ SPILLINGUNA, SUKKIÐ OG ÓREIÐUNA.  Takk fyrir mig.Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2008 kl. 11:59

    ——————————————————–

      Mótmælendur hafa engin ofbeldisverk framið, eina ofbeldið sem upp hefur komið í mótmælum er af hálfu lögreglunnar. Menn eiga ekki að blaðra um hluti sem þeir vita ekkert um!corvus corax, 17.12.2008 kl. 11:59

    ——————————————————–

    Menn sem þora og vija ekki koma fram undir nafni ber ekki að taka alvarlega, það á alveg jafn mikið við í mótmælum og á bloggi.

    Þegar þið farið að geta komið skoðunum ykkar málefnalega frá ykkur og standið undir nafni getið þið átt von á að vera tekin alvarlega.

    Þangað til megið þið prísa ykkur sæl að vera ekki stungið í fangelsi.

    Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 12:06

    ——————————————————–

    Er það nú ekki einmitt það sem mótmælin eiga að gera, fara í taugarnar á fólki, hreyfi við fólki, fá fólk til að taka málin í eiginhendur.

    Áfram gakk!

    Ég verð memm þegar ég kem til landsins, búinn að fá mig fullsaddan af hroka alþingismanna og kvenna, og er stoltur af ykkur sem þorið!

    Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 12:20

    ——————————————————–

    Unnsteinn, ef að fólkið tekur málin í eigin hendur þá er það fínt.  En þegar fólkið er farið að taka lögin í sínar eigin hendur líka þá er eitthvað mikið að.

    Þú getur ekki bara ákveðið það einn daginn að hlýða ekki landslögum og brotið þau lög sem þér sýnist vera óréttlát.

    Það er stór hluti þjóðarinnar sem vill halda í þessi lög og þessi lög höfum við sem þjóð samþykt og okkur ber að halda þau.

    Það sem við getum gert eigum við að gera innan ramma lagana.

    Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 12:29

    ——————————————————–

      Óli minn, nú vil ég fá nákvæmar upplýsingr um þau ofbeldisverk sem ég á að hafa framið, því ég kannast bara ekkert við þau.Eva Hauksdóttir, 17.12.2008 kl. 12:38

    ——————————————————–

      Vargstefnan myndi ég flokka sem ofbeldi.  Að beita einhvern svartagaldri myndi ég telja til jafnmikils ofbeldis og að lemja manninn.Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 12:41

    ——————————————————–

      Corvus Corax, takk fyrir ábendinguna. Í dag hélt lögreglan sig til hlés og það sannaðist enn og aftur að þegar lögreglan er ekkert að hafa sig í frammi, þá verða engin átök. Það er vegna þess að það er lögreglan sem hefur átök en ekki mótmælendur.

    Þetta gæti þó breyst. Þróunin er þannig allsstaðar í heiminum að ef ekki er hlustað á sanngjarnar kröfur mótmælenda þá harðna mótmælin og enda í óeirðum, jafnvel þótt enginn hafi planað það sérstaklega. Ef menn vilja ekki borgarastyrjöld þá er þetta alveg rétti tíminn til að hlusta á kröfurnar sem hafa dunið hér á í meira en 10 vikur.

    Eva Hauksdóttir, 17.12.2008 kl. 12:43

    ——————————————————–

      Arnar Geir, hvað er ómálefnalegt við kröfur okkar?Eva Hauksdóttir, 17.12.2008 kl. 12:44

    ——————————————————–

      Hvernig þið setjið þær fram!Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 12:50

    ——————————————————–

      Kröfurnar í morgun voru settar þannig fram að lesin var upp svohljóðandi yfirlýsing:

    Pólitísk aðgerð þann 17. desember 2008 í höfuðstöðvum Landsbankans.

    Við komum saman hér í Landsbankanum til þess að stöðva vinnu. Við krefjumst þess að skuldir bankanna lendi ekki á íbúum landsins á börnum sem eiga engan þátt í þeirri fjármálakreppu sem við erum nú stödd í. Lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gerir þessi börn bókstaflega að þrælum.

    Við látum ekki plata okkur með nýjum kennitölum, nýjum forstjórum og nýjum nöfnum bankanna. Sama hugmyndafræði er hér enn við völd. Bankastjórar og aðrir háttsettir einstaklingar innan bankanna munu ekki komast upp með að láta sig hverfa frá vandamálunum sem þeir sjálfir sköpuðu. Við krefjumst þess að þeir axli þá svokölluðu ábyrgð sem ávalt var sögð forsenda himinhárra launa þeirra – þeir borgi sjálfir sínar skuldir.

    Þessari yfirlýsingu var fylgt eftir með hávaða.

    Allir aðgerðahópar sem ég hef komið nálægt koma kröfum sínum á framfæri, ýmist með því að lesa upp yfirlýsingu eða með borðum og skiltum. Yfirleitt er fréttatilkynning einnig send á fjölmiðla.

    Það kann að vera að þér þyki ómálefnalegt að hrópa slagorð, syngja og hreyta fjúkyrðum en það sýnir sig að ef ekkert er gert meira en að koma kröfum á framfæri af kurteisi og rólegheitum, er þeir ekki gefið neitt vægi. Ég vona bara að hávaðinn skili árangri því annars gætu einhverjir gengið lengra.

    Eva Hauksdóttir, 17.12.2008 kl. 13:00

    ——————————————————–

      Það þykir mér ekki málefnaleg nálgun á hlutina, síður en svo.Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 13:08

    ——————————————————–

      Arnar: eina ofbeldið sem ég hef orðið vitni að hefur verið að hálfu lögreglu.

    Óli: gríman er samstöðutákn og líka til þess að koma í veg fyrir að pressan fari að gera sér upp byltingarhetjur samanber bullið með Jón Gerald í fréttunum. Ég skammast mín ekki fyrir að vera mótmælandi þó ég beri grímuna. Eins vildi ég gjarnan fá að vita hvar við atvinnumótmælendur fáum borgað, ég get lofað þér því að ég hef allavega ekki fengið pening fyrir þetta ennþá…

    Eva: Hasta manana!

    J. Einar Valur Bjarnason Maack , 17.12.2008 kl. 13:13

    ——————————————————–

      Einar, ég var að benda Evu á beint ofbeldisverk.

    Annars svo það sé á hreinu þá er ég sammála ykkur að mörguleiti.  Ég get samt ekki með nokkru móti samþykkt aðgerðir ykkar og þykir miður að þið skulið sóa kröftum ykkar í þessa vitleysu.

    Og Eva, ef að einhverjir ganga ennþá lengra þá verður það vegna mistaka ykkar.  Ef að vitlausa leiðin virkar þá verður farin ennþá vitlausari leið!

    Hvernig væri nú að gera hlutina bara réttu leiðina alveg frá byrjun ?

    Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 13:26

    ——————————————————–

      * Ef að vitlausa leiðin virkar ekki, átti það að veraArnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 13:28

    ——————————————————–

      Eva, mér finnst kröfur ykkar hreint ekki ósanngjarnar og mér finnst ekkert að því að mótmæla með þeim hætti sem þið hafið gert hingað til. Allt tal um ofbeldi af ykkar hálfu er bara kjánaskapur.

    Ein spurning samt. Hvaða spillingu tölduð þið að væri að finna hjá okkur vesalings tölvu- og tæknifólki Landsbankans? Mér finnst þetta svolítið eins og að fara í áhaldahús Reykjavíkurborgar og kvarta undan spillingu borgaryfirvalda.

    Eitt annað. Ef þið hafið ekki nú þegar gert það, þá mæli ég með því að þið bendið fólki á að vera ekki með ungabörn á svona mótmælum (sjá 1:18 í myndskeiðinu http://visir.is/article/20081217/FRETTIR01/122423363/-1). Það hlýtur hver viti borin manneskja að átta sig á að mótmæli sem geta mjög auðveldlega breyst í stympingar eru enginn staður fyrir svo viðkvæma einstaklinga. Þetta er bara skynsemisatriði.

    Sigurjón (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 13:52

    ——————————————————–

      Eva, þið „ungmennin“ standið ykkur vel í að mótmæla friðsamlega ofbeldinu sem þjóðin hefur verið beitt af hálfu útrásargaura og stjórnvalda.Haraldur Bjarnason, 17.12.2008 kl. 13:52

    ——————————————————–

      vá hvað ég þoli ekki þennan arnar geir!  ég er með grímu til að vera ein af hópnum, vera ekki ásökuð um að vera í einhverju egóflippi að biðja um athygli.  ég ber grímu því lögreglan á það til að beita gasi að fólki óvöru.  en eva takk fyrir góðan dag í dagKleópatra Mjöll Guðmundsdóttir, 17.12.2008 kl. 15:12

    ——————————————————–

      Ég er með grímu því ég þarf að skrópa í vinnu til að taka þátt. Líka til að finna ekki spillingarfýluna af Jóni Gerald.Nonni, 17.12.2008 kl. 15:26

    ——————————————————–

      Þá vitum við það. Galdur flokkast sem ofbeldi. Þá flokkast það væntanlega líka til ofbeldis að óska einhverjum niðurgangs eða kalla hann tussusnúð. Þessi skilgreining skapar ný og spennandi tækifæri í byggingariðnaðinum því fangelsi landsins eru nú þegar yfirfull.Eva Hauksdóttir, 17.12.2008 kl. 15:44

    ——————————————————–

      Eva, reyndar er það almennt flokkað sem andlegtofbeldi að óska einhverjum niðurgang eða kalla hann illum nöfnum.

    Þar sem að galdrar eru af hinu andlega, þá teljast þeir væntanlega til andlegsofbeldis.

    Hvað myndir þú annars kalla voodoo ?

    Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 15:55

    ——————————————————–

    Sigurjón, eins og einhver sagði þér í morgun þá höfum við ekkert út á þig að setja persónulega heldur beinast mótmælin gegn bankanum. Ég sagði þér að við vildum fá pappírstætarann eða annan gagnaeyðingarbúnað afhentan, enda fannst okkur líklegt að tölvudeild hefði yfir að ráða búnaði sem er notaður til að eyða gögnum og/eða falsa þau (án þess að ég sé að ásaka þig eða neinn annan starfsmann um meðvitaða þátttöku í slíku.)

    Tilgangur okkar með því að fara inn til ykkar með háreysti var sá að tefja vinnu og skaða þar með stofnunina sjálfa, en mótmælin beinast gegn æðstu stjórnendum hennar og öðrum sem hafa beinan hag af svindlinu sem þar hefur viðgengist. Ég reikna með að þú og annað starfsfólk hafið haldið fullum launum á meðan á þessari truflun stóð svo skaðinn ætti ekki að koma niður á ykkur.

    Ég hef sjálf bent á það þegar ég hef kynnt mótmælaaðgerðir aktivista að þeir sem styðja róttækar aðgerðir, en geta ekki eða vilja ekki tekið beinan þátt, geta sýnt stuðning sinn með því að standa í hæfilegri fjarlægð. Ég hinsvegar ræð ekkert yfir öðru fólki svo það verður bara hver og einn að taka ábyrgð á því hversu langt hann gengur.

    Eva Hauksdóttir, 17.12.2008 kl. 15:55

    ——————————————————–

      Ehumm… afsakaðu Sigurjón, ég er alls ekki viss um að þú sért sami maðurinn og kom fram í morgun. Allavega kom einhver maður fram og fékk þau skilaboð að við vildum fá pappírstætarann og að þetta beindist ekki gegn ykkur.Eva Hauksdóttir, 17.12.2008 kl. 15:59

    ——————————————————–

      Nei, ef einhver Sigurjón kom fram í morgun þá hefur það ekki verið ég. Vaknaði aðeins of seint og var ferlega spældur að hafa misst af öllu fjörinu.

    Pappírstætari, segirðu. Þetta er það fyrsta sem ég heyri um hann. Hef ekki orðið var við hann eða heyrt minnst á að það sé verið að eyða gögnum eða falsa þau, því síður verið beðinn um neitt slíkt. En hvað veit ég svosem? Ég er bara fótgönguliði hérna, enginn hershöfðingi. Þeir gætu þessvegna verið að kryfja geimverur í einhverju herberginu hérna.

    Sigurjón (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 16:10

    ——————————————————–

      Ofbeldi er það að misnota yfirburði sína, t.d. líkamsburði, greind, þekkingu, fjárhag, samfélagsstöðu eða valdastöðu, til þess að undiroka eða kvelja aðra manneskju.

    Þegar ég nota andlega yfirburði mína í því skyni að láta ráðherra og embættismenn axla ábyrgð á eigin gjörðum, þá er ég ekki að kúga þá eða undiroka, heldur að reyna að þvinga fram fullkomlega sanngjarna kröfu um að þeim verði úr þeirri aðstöðu að geta undirokað heila þjóð. Þá aðstöðu hefur ríkisstjórn Geirs Haarde sannarlega misnotað, ásamt ýmsum embættismönnum og auðvaldpungum.

    Eva Hauksdóttir, 17.12.2008 kl. 16:14

    ——————————————————–

      Já ok flott Eva, það er auðvelt að setja út á flísina í augum náungans án þess að taka eftir bjálkanum í þínu eigin auga!Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 16:32

    ——————————————————–

      Þú átt við stjórnháttaflísina, leynimakksflísina og einkahagsmunaflísina sem hefur stefnt heilli þjóð í gjaldþrot, og svo þann stóra bjálka að vilja ekki borga fyrir það allt saman.Eva Hauksdóttir, 17.12.2008 kl. 16:47

    ——————————————————–

      Erh… Voodoo, svartigaldur og allt það raus, virkar ekki í alvörunni, nema að þú trúir á svona galdrajukk eða aðrar hjábárur. Prófaðu að spyrja doctor E (doctore.blog.is) hvort honum finnist þessi seiður vera meira ofbeldi en skoðanakúgun kirkjunnar í gegnum árin…?J. Einar Valur Bjarnason Maack , 17.12.2008 kl. 20:16

    ——————————————————–

      Einar, hún Eva er norn, hún hlýtur að trúa þessu eða þá að hún viðurkenni það hérmeð að hún sé að selja fólki sand og steina sem eru gjörsamlega tilgangslausir.  Þá verður hún engu skárri en allir hinir svikahrapparnir sem hún vill víkja í burtu!Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 00:07

    ——————————————————–

      Ég trúi á galdur en eins og ég segi á hverjum einasta fyrirlestri mínum, þá er enginn sérstakur töframáttur falinn í þeim táknum sem við notum. Það er enginn galdur í steini, ekki frekar en það er mynd í pensli. Galdurinn er í hausnum á þér, steinar, jurtir og galdrastafir eru bara verkfæri sem eru notuð við athafnir. Galdur er það að nota hugaraflið, ekkert yfirnáttúrulegt, þótt vísindin hafi enn ekki útskýrt hvernig það virkar.Eva Hauksdóttir, 18.12.2008 kl. 00:42

    ——————————————————–

      Afhverju þarf fólk þá að kaupa þetta hjá þér í norna búðini ???  Afhverju getur fólk ekki bara labbað út í garð og náð sér í eina skóflu af sandi frekar ???

    Þetta er þá álíka tilgangsríkur buisness og ef ég færi að selja fjallaloft í krukkum! Eflaust einhverjir nógu vitlausir til að kaupa þetta en gætu í raun bara tekið einn göngutúr til að fá þetta frítt.

    Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 00:50

    ——————————————————–

    Bíddu, Arnar, eru að mæla á móti einstaklingsframtakinu og frjálsum markaði?

    Ef það væri ekki markaður fyrir dótið sem Eva selur, væri verslunin þá ennþá í gangi?

    Má fólk ekki kaupa hvað sem það vill?

    J. Einar Valur Bjarnason Maack , 18.12.2008 kl. 01:31

    ——————————————————–

      Nei að sjálfsögðu er ég ekki á móti frjálsum markaði.  Mér fynnst þetta bara fyndið.  Kalla sig norn og halda því fram að þetta sé til „ef að fólkið trúir því“.

    Fyrir mitt leiti þá eru hlutir til eða EKKI.  Það er enginn meðalvegur þar á!

    Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 01:41

    ——————————————————–

      Arnar Geir, veistu eitthvað hvað Voodoo er? hehe nei   booo

    Ég veit svolítið um það, nógu mikið til þess að finnast umvandannir þínar hlægilegar.

    Hvað eruð þið að gera í söfnuðinum sem þú sækir, lækna lamaða og heyrnalausa með kraftaverkum samkvæmt þinni bloggsíðu?

    Það er enginn að biðja þig um að mótmæla. En þú átt ekkert með að vera með umvandannir við mótmælendur.

    Það eru nú mótsagnir í þér vinur eins og reyndar í flestum ofsatrúarmönnum.

    Gunnar Waage, 18.12.2008 kl. 03:04

    ——————————————————–

      Guð er ekki hér góði minn, hann hefur öðrum hnöppum að hneppa.Gunnar Waage, 18.12.2008 kl. 03:07

    ——————————————————–

      Fólk þarf ekki að kaupa sér galdradót. Ekki frekar en það þarf að kaupa efni til listsköpunar eða hálftilbúinn rétt til að geta eldað. Fólk kaupir þessa hluti af því að það er þægilegt að geta gengið að þeim í búð. Auk þess er oft búið að eiga við hluti þannig að þeir eru fallegri útlits. Margir hafa t.d. meiri ánægju af því að handleika slípaðan stein en hnullung sem þeir finna úti og ef þig vantar mjaðjurt um miðjan vetur viltu frekar kaupa hana þurrkaða en að bíða fram á sumar.Eva Hauksdóttir, 18.12.2008 kl. 08:55

    ——————————————————–

    Takk Fyrir Eva Að Standa Með Börnum mínum og Barnabörnum

    ég skal Standa með Þínum börnum og annarra eins og þau væru mín eigin

    Burtu með Eigingirnina inn með Umhyggju og kærleika

    Kveðja

    Æsir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 22:09

Lokað er á athugasemdir.