Helgafellssveit

71Skjöldur
Þegar ekið er fram hjá vegslóðanum að Kerlingarskarði blasir þingstaður Helgfellinga við. Þar er bær sem heitir Skjöldur en sagt er að hann dragi nafn sitt af lögun Arnarhóls sem er eiginlega alveg eins og skjaldarbóla.

Helgafell
Nú erum við komin í Helgafellssveit og hér erum við á slóðum Eyrbyggja sögu, Þórfólfur Mostrarskegg nam land á Þórsnesi líklega 918. Hann var frá Moster í Noregi flæmdist þaðan undan Haraldi hárfagra eftir að hann hafði hýst Björn austræna sem Haraldur hafði þá gert útlægan.

Screenshot (45)

Screenshot (45) Helgafell sést hér á hægri hönd

Þórólfur hét upphaflega Hrólfur en var svo mikill trúmaður að hann lét kalla sig Þórólf, uppáhaldsguði sínum til heiðurs og kallaði einnig nesið sem hann nam eftir honum. Þórólfur á að hafa kastað út öndvegissúlum í Breiðafjörðinn og þær mun hafa rekið á land í Þórsnesi.Svo heilagt var fjallið Helgafell að þangað skyldi enginn óþveginn líta. Þórólfur og hans fólk trúði því að eftir dauðann myndu þau hverfa til einhverskonar dauðaríkis ættarinnar í fjallinu.

Þórsnes var einnig helgur staður á Íslandi og Þórólfur skipaði svo fyrir að allir skyldu vaða út í Dritsker til að ganga örna sinna. Eftir dauða Þórólfs voru samkvæmt Eyrbyggja sögu nokkrir Íslendingar sem vanvirtu þennan helgisið. Það endaði með mannskæðum átökum, þar sem menn lágu dauðir eða í sárum sínum kringum Dritsker. Eftir það náðust sættir og var þingið þá fært en mönnum leyft að ganga örna sinna á landi.

Nesvogur
Nesvogur hét til forna Mjóifjörður. Á honum hvíla þau álög að þar skuli 20 manns drukkna. 19 eru þegar farnir og þar sem enginn vill verða sá síðasti fara menn jafnan varlega fyrir voginn í vondri færð. Nálægt Nesvogi eiga að vera þrír litlir hólar sem sagt er að tröllkerlingin af Kerlingarskarði hafi kastað þangað og ætlaði hún að brjóta með þeim kirkjuna á Helgafelli. Við sáum þá ekki frá veginum.

Deila

Share to Facebook