Ævintýrasigling

13515413_10208663025708550_1676412800_n

Stykkishólmur er fallegri en ég hélt. Við höfðum hugsað okkur að fara í stutta siglingu um Breiðafjarðareyjar ef veðrið yrði gott. Stutta siglingin reyndist ekki vera í boði en þar sem veðrið var eiginlega of gott til að fara ekki í siglingu tókum við 2ja og hálfstíma ævintýraferð og sjáum sko ekki eftir því. Eyjarnar eru mjög fallegar auk þess að eiga sér stórmerkilega sögu og auk þess veiddu þeir handa okkur „sushi“.

Breiðafjarðareyjar

Breiðafjarðareyjar Þórishólmi og Hvítabjarnarey eru ekki merkt inn á kortið en ég staðsetti þau eftir kortum af smærri svæðum.

13487486_10208663026228563_1989093881_n

Við vorum vel klædd, meira að segja Hulla trúði því að það gæti orðið kalt úti á sjó. Til að byrja með var lullað út að Þórishólma og það er svo stutt að okkur kólnaði ekkert. Hér erum við að skoða Þórishólma. Ég veit það af því að það var fyrsti viðkomustaðurinn og húfan hennar Hullu var ekkert notuð eftir það.

13510557_10208663025788552_223631358_n

13515335_10208663026108560_1206228012_n

Þórishólmi
Við Þórishólma dró maður að nafni Jón á Dældarkoti sækonuna Þóru og sumir telja að eyjan heiti í raun Þóruhólmi eftir henni. Jón varð þegar í stað ástfanginn af Þóru en hún var ekki par hrifin af Jóni. Hann neitaði að láta hana lausa og þeim samdist um að hún dveldi hjá honum þrjá vetur en færi ferða sinna frjáls eftir það.

thora1

thora1 Þessa mynd af Þóru fann ég á bibi.is en vegna villu í gagnagrunni kemst ég ekki inn á síðuna til að gá hvort þar eru upplýsingar um höfund.

 

10 mínútna kaffihlé

 

Það tekur smástund að sigla frá Þórishólma og að eyjunum sem mynda Eiríksvog og við ákváðum að fara niður í veitingasöluna og fá okkur kaffi á meðan, líka til að verða ekki kalt því það er siglt dálítið hratt.

13487582_10208663028188612_1685517187_nOg það var bara eins og Veðurguðinn Hulla hefði verið að verki því um leið og við vorum búin með kaffisopann var komið blankalogn.

Veðrið sést ágætlega hér

13480259_10208663031308690_966471555_n

Stuðlabergið í eyjunum er ótrúlega fallegt. Ég þekki svæðið ekki nógu vel til að skera úr um hvaða eyjar eru á myndunum svo röðunin á þeim er handahófskennd en ef ég fæ ábendingar mun ég merkja myndirnar réttum eyjum.

Myndband hér

Eiríksvogur
Í Eiríkssögu rauða og í Grænlendingasögu segir frá Eiríksvogi. Eiríkur rauði drap Eyjólf saur í Haukadal og var dæmdur sekur á Þórsnessþingi og þurfti því annað hvort að fara á skóggang eða flýja land. Eiríkur nam Brokey, Öxney og Suðurey, þar sem hann bjó einn vetur á meðan hann beið færis til að sigla. Hann leyndi skipum sínum í Eiríksvogi þann veturinn en sigldi síðan til Grænlands.

Ég held að það sé Eiríksvogur sem sést hér

Deila

Share to Facebook