https://www.facebook.com/Batasetur/posts/471684153025345
Þessari runkfærslu var deilt æ ofan í æ 2013 og svo aftur og aftur …
Mitt svar:
- Sterkasta fólkið er sterkast, ekki viðkvæmast.
- Það er vel hægt að sýna góðvild án þess að láta traðka á sér.
- Þeir sem stöðugt annast aðra bera sjálfir ábyrgð á þeirri ákvörðun.
- Þeir sem eiga erfitt með að segja ég elska þig, fyrirgefðu eða viltu hjálpa mér, geta fengið faglega aðstoð til að vinna á vandamálum sínum, þú þarft ekki að kóa með þeim.
- Þeir sem virðast hamingjusamir eru það venjulega.
- Ef fólk lætur þig ekki vita af því að því líði illa er það vegna þess að það kærir sig ekki um slímuga umhyggju þína. Virtu það bara.