Kyndillinn mælir með:

Brooke Magnanti
Brooke Magnanti starfaði í kynlífsgeiranum með háskólanámi sínu. Hún segist hafa góða reynslu úr þeim brasa og hefur lagt sig fram um að uppræta goðsagnir um að engin kona starfi við klám- og kynlífsiðnað sjálfviljug og að þessi geiri sé eðilsólíkur öðrum störfum.

Forréttindafeminismi
Þetta er þemasíða um dólgafeminisma, mér vitanlega fyrsta íslenska netsíðan sem boðar virkt andóf gegn kvenhyggju. Eigandi síðunnar, Sigurður Jónsson, bendir m.a. á dæmi um það hvernig sannleikanum er hagrætt í þágu feminismans og afhjúpar karlafordóma sem eru undirliggjandi í orðræðunni. Mér finnst hann eiga það til að oftúlka orð og gjörðir kvenna sem karlhatur en flestir pistla hans eru þarfir og hann á tímælalaust erindi í umræðuna.

Ingrid Carlqvist
Ingrid Carlqvist er sænskur blaðamaður sem hefur sérstaklega gagnrýnt dómsmorð í Svíþjóð. Hún hefur áhuga á kynjapóitík og hefur m.a. gagnrýnt dólgafeminisma. Þeir sem hafa sérstakan áhuga á þeim málum geta fundið margar athyglisverðar greinar með því að skoða færsluflokkana á hliðarstikunni eða nota orðaleitina á síðunni hennar.

Karen Straughan blogg
Karen Straughan á youtube
Karen Straughan er andfeministi og virk í karlréttindahreyfingunni. Dólgafeminismi er hennar helsta umfjöllunarefni. Hún birtir fyrirlestra sína yfirleitt fyrst á youtube og birtir þá síðar (ekki alltaf þó) á blogginu sínu. Þótt ég sé hreint ekki hrifin af karlréttindahreyfingunni (þar ber jafn mikið á kvenhatri og á karlhatri meðal kvenhyggjusinna) finnst mér Karen frábær fyrirlesari. Hún leggur mikla vinnu í pistlana sína og bendir oft á sögulegt samhengi sem hefur lítið verið í umræðunni

Knúsið
Þar sem feministar hafa lengst af einokað alla umræðu um kynjapólitík finnst kannski einhverjum skoðanasystkina minna óþarft að benda fólki á að lesa þetta feminiska vefrit. Mér finnst hinsvegar nauðsynlegt fyrir þá sem vilja halda uppi andófi gegn tilteknum viðhorfum að fylgjast vel með umræðunni.

Laura Augustin
Laura Augustin er mannfræðingur sem hefur sérstakan áhuga á hroka Vesturlandabúa gagnvart þriðja heiminum. Hún skrifar mjög mikið um stöðu kvenna í kynlífsiðnaði og telur stefnu vestrænna stjórnvalda í þeim efnum lýsa miklum menningarfordómum.

Móðursýkin
Þessi bloggari er einhver athyglisverðasti jafnréttissinni sem skrifar um kynjapólitík á íslensku. Hún bendir oft á sjónarhorf sem ekki eru mikið í umræðunni. Hún er gagnrýnin á yfirvaldsfeminisma og þá nýhreintrúarstefnu sem opinberast í umræðunni um kyn og klám.

Tanja Bergkvist
Tanja er verulega pirruð á dólgafeminisma. Hún á það til að vera langorð en er oft skemmtileg og dugleg að draga fram í dagsljósið mál sem fara lágt. Ég tékka á henni reglulega.