Fjölmiðlar

Mannlíf með brúnt í buxunum

Fyrirsagnahöfundur Mannlífs hefur gert sig sekan um einstaklega óvönduð vinnubrögð með villandi fyrirsögn sem er til þess fallin að valda regin misskilningi um efni pistils sem birtist á Vísi í gær.

Þá hefur blaðamaðurinn birt hluta af pistlinum óbreyttan en sleppt því að geta í nokkru um niðurstöðu höfundar. „Umfjöllunin“ er því ekki aðeins ómerkileg og óvönduð klippivinna án nokkurrar úrvinnslu heldur einnig villandi.

Eva Hauksdóttir, höfundur pistilsins, hyggst ekki verja tíma sínum og orku í að stefna Mannlífi fyrir ærumeiðandi fyrisögn sem gefur tilefni til þeirrar túlkunar að hún sé dólgafemínisti og fjandmaður réttarríkisins, en lætur nægja að lýsa fyrirlitningu sinni á þessum vinnubrögðum, a.m.k. í bili.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago

Frændi minn Michael Hauksdóttir er látinn

Árið 2014 sendi lögmaðurinn Max Gracia Kanasa i Benín mér tölvupóst í gegnum Yahoo netfangið…

54 ár ago