Nú er komin fram staðfesting á því sem blasti svosem við frá upphafi – að Tegnell og félagar litu ekkert á meint hjarðónæmi sem æskilega afleiðingu af því brjálæði sem var kynnt sem ábyrg heilbrigðisstefna heldur sem markmið í sjálfu sér. Tölvupóstar Tegnells sýna einbeittan vilja til að koma smiti út í samfélagið og vangaveltur um ástættanlegan fórnarkostnað.

Tölvupóstar Tegnells afhjúpa þá afstöðu hans gagnvart kórónufaraldrinum að markmiðið eigi að vera að koma á hjarðónæmi. Til að mynda framsendi hann á Mika Salmimen, sóttvarnalækni Finna sem og forstjóra sænsku heilbrigðisstornunarinnar hugrenningar læknis á eftirlaunum um hvort væri ekki vert að smita hrausta sjálfboðaliða til þess að stuðla að hjarðónæmi. Sömuleiðis viðrar Tegnell áform sín um að nota barnaskóla sem dreifingarmiðstöðvar fyrir veiruna. Ábendingu Sal­minen um að rannsóknir Finna bentu til þess að lokun skóla myndi fækka smitum meðal aldraðra um 10% svaraði Tegnell með spurningu um hvort það væri ekki þess virði.

Það er aukaatriði í þessu samhengi hvort börn eru í reynd áhrifamiklir smitberar eða ekki, Tegnell var greinilega á því í í fyrri hluta marsmánaðar, þegar þessi samskipti fóru fram, að börn gætu vel borið smit, einkum sín á milli. Ásetningurinn var sá að koma veirunni í ungt og hraust fólk án þess að nokkuð lægi fyrir um afleiðingar þess til lengri tíma og Tegnell virðist ekki hafa talið það neitt tiltökumál þótt sú stefna kostaði fjölda mannslífa.

Enn bendir ekkert til þess að afhjúpun blaðamanna á Tegnell muni hafa önnur áhrif en nokkurra daga umræður. Ef Svíar álíta þetta daður sóttvarnalæknis við stefnu sem jaðrar við glæp gegn mannkyni ekki nógu alvarlegt til að setja hann af og ef slíkt umburðarlyndi kallar ekki á fordæmingu og refsiaðgerðir af hálfu annarra Evrópuríkja, þá verða allar yfirlýsingar þeirra um fordæmingu á glæpum þriðja heims ríkja hlægilegar héðan af.

Þessu tengt:

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago

Frændi minn Michael Hauksdóttir er látinn

Árið 2014 sendi lögmaðurinn Max Gracia Kanasa i Benín mér tölvupóst í gegnum Yahoo netfangið…

54 ár ago