Uighur konur Í Kína þvingaðar í ófrjósemisaðgerðir og fóstureyðingar

Kynþátta- og trúarofsóknir taka á sig ýmsar myndir. Business Insider birti í vikunni samantekt á upplýsingum úr nýlegri skýrslu sem og fréttaflutningi AP fréttastofunnar um aðgerðir kínverskra stjórnvalda gegn Uighur múslímum. Einkum er fjallað um aðgerðir sem beinast sérstaklega gegn konum og falla undir einn þátt í alþjóðlegri skilgreiningu á þjóðarmorði.

Uighur konur baka brauð (Mynd Todenhoff, Flickr)

Samantekt Business Insider

Aðgerðir kínverskra stjórnvalda felast í því að þvinga Uighur konur til þess að undirgangast ófrjósemisaðgerðir og fremja fóstureyðingar gegn vilja þeirra. (Sjá nánar hér.)

Frá árinu 2016 hafa ekki færri en milljón Uighur kvenna verið sviptar frelsi sínu og haldið í fangabúðum að undirlagi stjórnvalda í Peking, í því skyni að þurrka út menningu þeirra og þjóðflokk. (Nánari upplýsingar hér) Algengasta ástæðan fyrir frelsisviptingu Uighur kvenna er sú að þær eiga of mörg börn að mati stjórnvalda.

AP fréttastofan greinir frá því að Uighur konur þurfi reglulega að undirgangast þungunarpróf og séu þvingaðar til fóstureyðingar ef þau reynist jákvæð.

Getnaðarvarnalykkjum hefur verið komið fyrir í legi kvenna og dæmi eru um konur sem hafa sætt ófjósemisaðgerð gegn vilja sínum. Þetta er einnig haft eftir AP.

AP fréttastofan segir þessar aðgerðir bitna á hundruðum þúsunda kvenna og styður þá fullyrðingu með ýmsum gögnum. þar á meðal tölfræðigögnum frá stjórnvöldum og viðtölum við konur sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum mannréttindabrotum, fjölskyldur þeirra og fyrrum fangavörð.

Þjóðarmorð samkvæmt alþjóðlegri skilgreiningu

Margsinnis hafa verið gerðar athugasemdir við ofsóknir Kínverja gangvart Uighur múslímum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, meðal annars vegna leynilegra fangabúða þar sem fólki er haldið án þess að vera grunað um nokkurt lögbrot, heldur eingöngu vegna þjóðflokks síns og menningar. (Sjá t.d. hér.) Í rannsóknarskýrslu sem birt var á mánudag er hugað sérstaklega að frjósemisrétti kvenna. Adrian Zens, sem fer fyrir rannsóknarteyminu segir aðgerðir Kínverja geta fallið undir alþjóðaskilgreiningu á þjóðarmorði. (Sjá hér.)

Í Alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn þjóðarmorði og refsingu fyrir þann glæp getur þjóðarmorð m.a. birst í aðgerðum sem eru til þess fallnar að koma í veg fyrir barneignir innan hins ofsótta hóps. Þótt fleiri aðferðir séu notaðar til að fremja þjóðarmorð nægir hver þeirra út af fyrir sig til þess að markvissar aðgerðir falla undir skilgreininguna.

Þessu tengt:

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago