Mig dreymdi að ég hefði gefið út ljóðabók sem hét Konan sem kláraði smjörið og var svo framúrstefnuleg að ég skildi ekki orð í henni sjálf. Ég hafði einhverjar efasemdir um að hún myndi seljast í bílförmum en vissi að ég var dottin í lukkupottinn þegar Gísli Ásgeirsson tók upp á því að auglýsa hana í Costco hópnum.
Ég sagði frá draumnum á Facebook (þegar ég var vöknuð semsagt) og Gísli Ásgeirsson svaraði að bragði
„Samkvæmt draumheimildum mínum (sem ég tel næsta öruggar) er þetta fyrsta ljóðið í bókinni.
Mest er hún fyrir fjörið
og fyllir helst á sér rörið
kátínan dafnar
því kílóum safnar:
Konan sem kláraði smjörið.“
Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…
Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…
Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…
Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…
Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…