Mig dreymdi að aðstoðarmaður SDG, að nafni Gunni, hringdi í mig (við töluðum í skífusíma með gormasnúru eins og var á öllum heimilum 1975). Erindið var að bjóða mér lögmannsréttindi „undir borðið“ út á það að sækja mál gegn þýska ríkinu, en ríkisrekið dagblað hafði kallað SDG „Großer Dummkopf“.

Það sem stóð meira í mér en spillingin og efasemdirnar um að væri heppilegt að fara út í málflutning án þess að hafa lært neitt í réttarfari, var það að samúð mín var með blaðamanninum. Auk þess fannst mér hallærislegt að tengjast „Großer Dummkopf-málinu“.

Ég sagði Gunna að þetta væri aumingjaleg sneið af spillingunni og hvort hann gæti ekki boðið eitthvað fullorðins. Kveikti svo á upptökubúnaði sem var innbyggður í snúrusímann. Vaknaði í klemmu yfir því að vera eiginlega eins og Stasi en varð samt hrikalega fúl þegar ég áttaði mig á því að það var engin upptaka.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir
Tags: draumfarir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago