Umfjöllun um staðgöngumæðrun afvegaleidd

Síðasta fimmtudagskvöld fjallaði Kastljósið um staðgöngumæðrun. Í tengslum við þá umfjöllun var birt viðtal við konu sem gaf barn til ættleiðingar. Saga Guðlaugar Elísabetar Ólafsdótur er átakanleg og allir hljóta að finna til samúðar með konu sem gefur frá sér barn og sér eftir því. En Guðlaug Elísabet er ekki staðgöngumóðir. Staðgöngumæður missa ekki börn, heldur fóstra þær ófædd börn fyrir aðra og skila þeim til réttra foreldra þegar þjónustu þeirra er ekki lengur þörf.

Vandséð er hvaða erindi þetta viðtal á í umfjöllun Ríkisútvarpsins um staðgöngumæðrun, annað en að afvegaleiða umræðuna og  þjóna sem áróður gegn lögleiðingu staðgöngumæðrunar, því það eina sem Guðlaug Elísabet á sameiginlegt með staðgöngumóður er að hafa á einhverjum tíma ævi sinnar ákveðið að ganga með barn fyrir annað fólk sem ætlaði svo að ala það upp.  Munurinn á staðgöngumæðrun og sögu Guðlaugar er sláandi:

Þau drög að frumvarpi um staðgöngumæðrun sem nú liggja fyrir eru vafalaust að einhverju leyti gagnrýniverð. Nauðsynlegt er að vandað verði miklu betur til löggjafar um þetta efni en gert var þegar börn, getin með tæknifrjóvgun, voru svipt sjálfsögðum rétti sínum til að þekkja foreldra sína.  Full þörf er á vandaðri umfjöllun og upplýstri umræðu um staðgöngumæðrun áður en frumvarp um lögleiðingu verður samþykkt. Þess væri því óskandi að fjölmiðlar sæju sóma sinn í því að ræða við fólk sem hefur raunverulega reynslu af staðgöngumæðrun og hefur gengið í gegnum slíkt ferli í lagaumhverfi sem líkist því sem Íslendingar búa við, í stað þess að klæmast á persónulegum harmleikjum sem koma staðgöngumæðrun harla lítið við.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago