Elskan. Ekki vera geðveik. Já, þetta er nefnilega sjálfskaparvíti.
Þótt einhverjar ofurhúsmæður hegði sér eins og Martha Stewart þá er ekki þar með sagt að þú þurfir endilega að gera það líka. Hver er eiginlega að gera allar þessar kröfur til kvenna? Og hvaða hræðilegu afleiðingar hefur það að sleppa bara því sem maður hefur ekki áhuga á? Ég hef ekki sent jólakort í mörg ár, hvað þá búið þau til, og enginn hefur kvartað. Ég kaupi fallega kassa og poka undir jólagjafir því ég nenni ekki að pakka inn, aldrei hefur neinn sýnt af sér óánægju með það. Í fyrra bakaði ég ekki svo mikið sem eina smáköku, enginn kvartaði. Ég hef ekki sett upp jólatré í mörg ár og ef það veldur einhverjum hugarangri þá hefur viðkomandi haldið því fyrir sjálfan sig. Ég get alveg misst mig í jólastress en það er algerlega á mína eigin ábyrgð.
Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…
Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…
Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…
Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…
Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…