Steinunn Gunnlaugsdóttir er pólitískur lista(kven)maður sem ég vildi gjarnan að væri meira áberandi. Hún á heiðurinn af píkumyndbandinu sem ég tengi á hér að neðan.
Þar sem margar viðkvæmar sálir lesa Eyjubloggið mitt er hætta á að einhverjum misbjóði og fyrst var ég að hugsa um að birta þetta frekar á persónulegu síðunni minni. Við nánari umhugsun ákvað ég þó að sleppa tökunum á forræðishyggju minni og treysta lesendum með píkuóþol til þess að sleppa því bara að opna færslu með fyrirsögn sem vísar á píku.
Þessi tengill ber þig inn á klámsíðu svo ekki klikka á hann nema þú sért í aðstæðum sem þola djarfar myndir.*
Það fyrsta sem mér kom í hug þegar ég sá myndbandið var Klámstofuhugmynd Lögmundar. Hér er ekki um klám að ræða heldur pólitíska list. Mun Klámstofa banna list af þessu tagi? Mun Klámstofa sætta sig við myndband Steinunnar ef það verður birt á sérstakri pólitískri kynlistasíðu? Verður til annarsvegar klám og hinsvegar klámlist? Mun Klámstofa sætta sig við þetta myndband ef það verður birt á sérstakri píkulistasíðu ásamt virtum píkulistaverkum?
Hin spurningin er svo auðvitað hvað manneskjan er eiginlega að fara með þessu. Sjálfsagt má skilja myndbandið á ótal vegu. Hér eru nokkrar tillögur:
Hvað segja lesendur? Fleiri tillögur um túlkun? Einhver ofangreindra túlkana sem fólk er sammála eða finnst alveg út úr kortinu?
*Píkumyndband er ekki lengur aðgengilegt
Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…
Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…
Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…
Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…
Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…