Kyn & klám

Alvöru feðraveldi

Um daginn spjallaði ég við konu sem ólst upp í Afghanistan. Þegar hún var 14 ára hafnaði hún harðfullorðnum vonbiðli. Nú er hún komin fram yfir síðasta söludag en fjölskyldan er svo stálheppin að hafa fundið mann sem er tilbúinn til að taka hana þrátt fyrir þann augljósa galla að vera komin yfir 25 ára aldur.

Hún sagði nei þegar hún var 14 ára. Það féll ekki í góðan jarðveg heima hjá henni en var þó umborið. Það er útilokað fyrir hana að segja nei aftur. Eina leiðin til að komast undan þessu  hjónabandi er sú að flýja land.

ÞETTA er samfélagsleg krafa. Þetta er feðraveldi. Kannski ættum við að sýna þolendum raunverulegra mannréttindabrota þá virðingu að nota ekki sömu orðræðu um tískufyrirbæri ofdekaðra Vesturlandabúa.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago