Um daginn spjallaði ég við konu sem ólst upp í Afghanistan. Þegar hún var 14 ára hafnaði hún harðfullorðnum vonbiðli. Nú er hún komin fram yfir síðasta söludag en fjölskyldan er svo stálheppin að hafa fundið mann sem er tilbúinn til að taka hana þrátt fyrir þann augljósa galla að vera komin yfir 25 ára aldur.

Hún sagði nei þegar hún var 14 ára. Það féll ekki í góðan jarðveg heima hjá henni en var þó umborið. Það er útilokað fyrir hana að segja nei aftur. Eina leiðin til að komast undan þessu  hjónabandi er sú að flýja land.

ÞETTA er samfélagsleg krafa. Þetta er feðraveldi. Kannski ættum við að sýna þolendum raunverulegra mannréttindabrota þá virðingu að nota ekki sömu orðræðu um tískufyrirbæri ofdekaðra Vesturlandabúa.