Óflokkað

Tillaga að nýju kvótakerfi

Hingað til hef ég ekki verið hrifin af hugmyndinni um kynjakvóta. Mér finnst vandamálið nefnilega ekki vera það að konur hafi ekki nóg völd, heldur hitt að karlar hafi of mikil völd. Ég vil frekar afnema valdastöður en að ráða konur í þær enda sé ég ekki að það þjóni hagsmunum kvenna þótt konur komist til valda, yfirleitt með því að hugsa og hegða sér eins og karlar.

EN. Málið er bara að við erum ekkert að leggja valdastöður niður og kannski er nokkuð til í því að konur séu körlum líklegri til að vinna að hagsmunamálum kvenna.

Ég er semsagt búin að endurskoða afstöðu mína og til í að taka upp kynjakvóta í stjórnsýslunni og hjá ríkisfyrirtækjum og stórfyrirtækjum. Þó vil ég því aðeins sjá kynjakvóta að einnig verði teknir upp aðrir samfélagshópakvótar.

Kynjakvótastefnan byggist nefnilega á þeirri hugmynd að körlum sé ekki treystandi til að vinna að hagsmunamálum kvenna. Sé það rétt, hljótum við líka að viðurkenna að heilbrigðu fólki sé ekki treystandi til að vinna að hagsmunamálum sjúklinga eða fólki með góðar tekjur að hagsmunum fátækra.

Ég legg því til að tekið verði upp víðtækt minnimáttarhópakvótakerfi, bæði á Alþingi og hjá öllum ríkisstofnunum og fyrirtækjum og að næstu ríkisstjórn skipi a.m.k.
-Einn fatlaður
-Einn félagslegur öryrki
-Einn langveikur einstaklingur
-Einn með banvænan sjúkdóm
-Eitt barn
-Einn ellilífeyrisþegi
-Einn nýbúi
-Eitt einstætt foreldri
-Einn fangi
-Einn sem er gjaldþrota
-Einn strangtrúaður (þeir eiga líka bágt)
-Einn sem hefur verið atvinnulaus til langs tíma
-Einn hreppsómagi
-Einn virkur alkóhólisti
-Einn geðsjúkur
-Einn samkynhneigður
-Einn kynskiptingur
-Ein feitabolla

Nú er þetta orðinn alltof langur listi fyrir eina ríkisstjórn en það er áreiðanlega hægt að finna fólk sem sameinar marga hópa. T.d. ætti feit, fátæk, einstæð, atvinnulaus drykkjukona sem lifir á féló, hefur farið í kynskiptaaðgerð og á geðsjúkt barn, hiklaust að skipa stól forsætisráðherra, enda líklegra að hún hafi skilning á málum minnimáttarhópa en nokkur jakkafatakall eða kelling.

Sjálfsagt gleymi ég einhverjum og er lesendum velkomið að benda á fleiri hópa sem vert væri að ættu sér fulltrúa í ríkisstjórn. Mér finnst allavega ótækt að eini minnihlutahópurinn sem á nokkuð hátt hlutfall fulltrúa á Alþingi séu kúlulánaþegar

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago

Frændi minn Michael Hauksdóttir er látinn

Árið 2014 sendi lögmaðurinn Max Gracia Kanasa i Benín mér tölvupóst í gegnum Yahoo netfangið…

54 ár ago