Kyn & klám

Maður fæðist ekki karl, maður verður karl

Maður fæðist ekki karl, maður verður karl.

Þetta er önnur meginniðurstaða vísindakvennanna sem tóku að sér að kynjagreina rannsóknarskýrslu Alþingis á orsökum hrunsins.

Helsta niðurstaðan er sú að dýrkun á ákveðnum eiginleikum sem oft eru taldir karllægir (svosem áræðni, innustæðulítið sjálfsálit og áhættusækni) hafi skipt höfuðmáli í atburðarrás þenslunnar og hrunsins. Þessir eiginleikar eru þó að sögn höfunda skýrslunnar, ekki bundnir kyni, eða eins og þær orða það svo snilldarlega „maður fæðist ekki karl, maður verður karl“. Semsagt, síðast þegar ég gáði var ég reyndar kona en það útilokar hreint ekki möguleikann á því að ég búi yfir öllum þeim eiginleikum sem einkenna karlskúrka af verstu gerð.

Sé þetta rétt, þá er engin leið að koma á jafnrétti með kynjakvótum, nema þá að senda alla sem sækjast eftir valdastöðum í kyngervisgreiningu. Hér er komin vísindaleg sönnun fyrir þeirri kenningu minni að það skipti ekki máli hvort skíthællinn sem misbeitir valdi sínu er með typpi eða píku. Engu að síður telja höfundar að ein þeirra leiða sem hægt sé að fara til þess að fyrirbyggja fleiri áföll af þessu tagi sé sú að jafna hlutföll kynjanna í áhrifastöðum.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago