Óflokkað

… og gettu nú, sagði Sfinxin

-Hvernig myndirðu lýsa nútíma Íslendingnum? spurði túristinn, sem hafði hugmyndir sínar um land og þjóð fyrst og fremst úr fornritunum.

 –Hann er óttalega lítilfjörlegur. Allavega hvorki hetja né skáld. Hann heldur að hann sé merkilegur frumkvöðull og lifir samkvæmt lögmálinu -það reddast. Honum finnst hann víkingur og hetja fyrir bragðið. Svo bloggar hann líka en sjaldan af mikilli list. Samt telur hann víst að bloggið hans sé einkar áhugavert lesefni. Merkilegt nokk hvað við höldum fast í ímyndina þegar engin innistæða er fyrir henni lengur, ef hún var þá nokkurntíma til staðar.

-Og íslenska konan? Er hún Valkyrja? Skörungur mikill og drengur góður? spurði útlendingurinn.

-Æ nei, hún er óttaleg rola en á eilífri þroskabraut. Ástsjúk og vanmetin, með brotna sjálfsmynd eða lágt sjálfsmat og yfirhöfuð óskaplega lítið af öllu sem byrjar á sjálf. En hún er stöðugt að læra, stöðugt og á endanum fær hún nóg af því að láta vaða yfir sig, tekur á sig rögg og sýnir skörungsskap sinn. Konan þarf svo mikið að læra og þroskast á meðan karlinn bara er.

-Hver hefur eiginlega búið til þessar ímyndir? spurði ferðalangurinn og þótt sé varla hægt að benda á einhvern einn sem á heiðurinn eða sökina þá verður að viðurkennast að sumir eru sekari en aðrir.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Stefna HÍ

einar-stefna-hi.pdf

54 ár ago

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago