Á 46 ára starfsferli Ragnars Aðalsteinssonar, gerðist það í fyrsta sinn í dag, að aðalmeðferð máls var frestað eftir að hún hófst (eftir að hafa verið frestað tvívegis áður) vegna þess að eitt vitna ákæruvaldsins forfallaðist. Tilefni málsóknarinnar er það að okkrir liðsmenn Saving Iceland lögðu bíl á afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun og einn klifraði upp í krana með mótmælaborða. Þessar aðgerðir stóðu í um hálfa klst og ollu smávægilegri röskun á eyðileggingarstarfsemi Orkuvitu Reykjavíkur á Helgissvæðinu. Það nánast sauð á Ragnari. Sagði að þessi afgreiðsla hefði kannski verið réttlætanleg í morðmáli.

Þetta var afskaplega umbloggunarverður dagur en þar sem málinu var frestað, þrátt fyrir afdráttarlaus mótmæli verjanda og þar sem vitnaleiðslum er ekki lokið verða fréttirnar að bíða birtingar.

Þessu tengt:

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Hvað gerðist á jóladag?

Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…

54 ár ago

Fréttir vikunnar – KSÍ skýrslan og ritstuldur Seðlabankastjóra

Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…

54 ár ago

Þegar málshættir afbakast

Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…

54 ár ago

Endurhæfing Skúla Gunnlaugssonar

Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…

54 ár ago

Píkubollar

Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…

54 ár ago

Frændi minn Michael Hauksdóttir er látinn

Árið 2014 sendi lögmaðurinn Max Gracia Kanasa i Benín mér tölvupóst í gegnum Yahoo netfangið…

54 ár ago