Það er sko vegna þess að litlar telpur hafa oftar áhuga á brúðum og litlir drengir á bílum. Steríótypísk fullorðin kona vill eiga bíl til að komast á milli staða, steríótýpískur karlmaður vill eiga bíl af því að það gleður hjarta hans. Sú hin sama kona kjáir framan í smábörn og finnst þau yndisleg í eðli sínu. Karlinn álítur sitt eigið barn reyndar fullkomnustu veru í heimi en fær ekkert sérstakt kikk út úr því að þrífa botninn á börnum vina sinna.
Ég veit ekki hversvegna þetta er svona og þegar Haukur fæddist trúði ég því staðfastlega að þetta væri eingöngu uppeldislegt. Ég skipti um skoðun 7 árum síðar. Mínir drengir áttu nefnilega brúður og þeir léku sér heilmikið að þeim. Ekki reyndar með því að klæða þær, mata og bía þeim í svefn, heldur voru þær notaðar sem fangar í indiánaleik.
Helgisagan um fæðingu Jesú er á þessa leið: Ágústus keisari vill taka manntal og Jósef…
Ég var beðin um stutt fréttarant fyrir Lífið á Fréttablaðinu í dag. Þetta hef ég…
Gefum okkur að "rétt mál" sé það sem málsamfélagið kemur sér saman um. Látum andartak…
Sumarið 2020 var þáverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúli Tómas Gunnlaugsson, sviptur starfsleyfi vegna margháttaðra afglapa…
Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til…