Í dag féll dómur í lekamálinu, eftir að Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, játaði sök sína í gær. Mál þetta hefur staðið í tæpt ár, valdið gríðarlegum átökum í samfélaginu, rýrt verulega tiltrú almennings til stjórnsýslunnar, orðið til þess að ráðuneyti hefur verið skipt upp, tekið umtalsverðan tíma frá starfi Alþingis og kostað samfélagið tugi milljóna vegna meðferðar þess hjá hinum ýmsu stofnunum. Halda áfram að lesa