Ósannindamanneskjan Þórey Vilhjálmsdóttir

Þórey Vilhjálmsdóttir, sem enn er aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem enn er innanríkis-(en ekki dóms- og lögreglumála-, en samt hælisleitendamála)ráðherra, hefur stefnt tveim blaðamönnum DV fyrir meiðyrði. Ástæðan er að þeir héldu því fram að Þórey væri „starfsmaður B“, sem nefndur var í dómi héraðsdóms í lekamálinu. Örfáum klukkutímum eftir að þetta ranghermi birtist í DV var það leiðrétt, og beðist afsökunar, og blaðamennirnir sendu þar að auki strax fréttatilkynningu til fjölmiðla til að tryggja að ranghermið fengi ekki meiri útbreiðslu. Halda áfram að lesa