Voru raddir fólksins þá falskar?

mbl.is Hænuskref í rétta átt

Kröfurnar sem hafa hljómað á Austurvelli 15 laugardaga í röð eru þessar:-Ríkisstjórnina burt núna. Þjóðstjórn núna, kosningar í vor.

-Bankastjórn Seðlabankans burt.

-Stjórn Fjármálaeftirlitsins burt.

Getur einhver af þessum ‘röddum fólksins’ sem hafa drullað yfir Hörða Torfason hér á blogginu, gefið mér ástæðu fyrir því að slá af þessum kröfum núna? Var röddum fólksins virkilega ekki meiri alvara en svo að veikindi eins manns þyki mikilvægari en framtíð lands og þjóðar?

One thought on “Voru raddir fólksins þá falskar?

  1. ——————————————————————

    Það verða kosningar í vor. Þó að þú viljir þjóðstjórn eða neyðarstjórn þá talaru ekki fyrir alla í landinu. Örruglega fæsta. Hvernig væri að hætta þessu endalausa væli, vera raunsæ og leyfa þessu þjóðfélagi að starfa eðlilega aftur?

    hs (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:29

    identicon

    Stjórnin á að fara frá strax.
    Geir er vanhæfur og nú kemur í ljós að hann er veikur.
    Veikt og vanhæft fólk á ekki að sitja ríkisstjórn.

    Jón (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:30

    identicon

    Satt og rétt. Setið Geir Haarde á launað leyfi ef þykir nauðsynlegt vegna veikindanna, samhjálp er það sem gott samfélag snýst um. Kröfurnar geta þó ekki beðið.

    Einar Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:31

    identicon

    Jón, þú ert sjúkur og haldinn þráhyggju. Að setja stjórnina af núna er glapræði. Kosningar verða í vor, það hlýtur að vera aðal ávinningurinn.

    hs (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:34

    Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

    Það er auðvitað glapræði ef stjórnin situr áfram. Mótmælin undanfarið hafa jú snúist um það að stjórnin segi af sér: Vík burt ríkisstjórn!

    Hún situr hins vegar enn svo staðan er í raun lítið breytt. Baráttan verður að handa áfram.

    Torfi Kristján Stefánsson, 23.1.2009 kl. 17:40

    identicon

    Kostnaður þjóðarinnar vegna stjórnar Davíðs Oddsonar og hyski hans er óheyrilega mikill.
    Skuld ríkisins er núna varlega áætluð 3000 milljarðar ISK eftir 17 ára stjórn Sjálfstæðisflokksins

    3000 milljarðar ISK /(17 ár x 365 dagar) = 484 milljónir ISK á dag.

    Niðurstaða:

    Hver dagur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd síðustu 17 ár hefur kostað almenning hálfan milljarð ISK í beint tap.

    Vill einhver halda þessu áfram?
    Þarf eitthvað að ræða þetta frekar!?..

    Jón (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:41

    Smámynd: Eva Hauksdóttir

    Torfi mótmæli Radda fólksins hafa snúist um fleira. Lestu færsluna aftur ef þú hefur ekki áttað þig á því.

    Svo eru reyndar fleiri hópar að mótmæla og þeir eru með fleiri kröfur sem engin ástæða er til að slá af þótt Geir Haarde sé veikur.

    Eva Hauksdóttir, 23.1.2009 kl. 17:47

    Smámynd: Kolbrún Hilmars

    Eva, aðalbaráttumálinu er náð; þingkosningar í vor.

    Seðlabankastjórn og FME gera ekki mikið meira af sér í bili hvort sem er og þolir að bíða nýrra stjórnarherra.

    En mér þykir ómaklega vegið að Herði Torfasyni sem hefur staðið sig vel í forsvari fyrir hópi mótmælenda. Gamla máltækið “skjótt skipast geð guma” sannast hér sem stundum áður – svo og hitt máltækið “laun heimsins er vanþakklæti”.

    Kolbrún Hilmars, 23.1.2009 kl. 18:01

    Smámynd: Brynjar Jóhannsson

    Ég er fjarri því að vera sáttur.. Ég vil fá seðlabankastjórn burt eins og skot sem dæmi… En mér finst þetta samt skref í rétta átt.

    Brynjar Jóhannsson, 23.1.2009 kl. 18:41

    Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

    Bara svona til að vita það væri gaman að fólk upplýsti mig um eftirfarandi:

    Ef stjórnin fer í burt strax, hverjir eiga að taka við fram að kosningum? Ef það er utanþingsstjórn hver á að velja hana?
    Ef það verður kosið í næsta mánuði eða svo verða þá einhver ný framboð með nýjar lausnir sem eru raunhæfar?
    Er fólk virkilega á því að flokkar eins og framfaraflokkurinn eða svipað sé með bæði menn og málefni sem raunverulega hjálpa okkur út úr kreppuni?
    Ef að við gefum flokkunum núna kannski mánuð til að undirbúa sig fyrir kosningar verða þá menn ekki bara í því að koma með kosnigaloforð sem koma okkur í enn meiri skuldir valda enn meiri kreppu og kosta okkur enn meiri skuldsetningu?
    Ef að Samfylking og Sjálfstæðismenn gera það sem Þorgerður sagði í kvöld að þyrfti að gera sem var að endurnýja í stjórn, og eins i embættismannakerfinu[ég las það sem Davíð og Jonas F] eru þá ekki flest atrið sem verið er að mótmæla komin í gegn?
    Eða finnst fólki að ekki sé komið réttlæti nema að Vg komist í stjórn?

    Magnús Helgi Björgvinsson, 23.1.2009 kl. 19:49

    Smámynd: Björgvin R. Leifsson

    Þá sjaldan að hér hefur verið skipuð utanþingsstjórn hefur forseti get það. Ég get ekki ímyndað mér að nein kosningaloforð virki önnur en þau, sem lýsa raunhæfum leiðum til að komast út úr kreppunni. Þú veist vel, Magnús, að því fer fjarri að allir mótmælendur séu stuðningsmenn VG.

    Björgvin R. Leifsson, 23.1.2009 kl. 19:53

    Smámynd: Júlíus Björnsson

    Utanþingsstjórn, skipuð greindum, reyndum öldungum, sem hafa engu að tapa. Vita þora og geta. Þeir sem nú eru við stjórna eru alltaf að tala um hvað þetta sé erfitt og mikið þurfa að ræða og rannsaka. Ég léti ekki skurðlækni skera mig upp sem talaði svona.

    VG þekkja ekki samkomulagið um lán IMF, hvernig geta þeir hafnað því á öðrum forsemdum en þekkingarleysi? Ólafur Ágúst virðist ekki fróðari, né Þorgerður Katrín. Hafa ekki menntun eða fagalega reynslu.

    Vantar eitthvað í fólk almennt.

    Júlíus Björnsson, 23.1.2009 kl. 20:02

    Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

    Fyrir mér er málið einfalt: Ég harma veikindi Geir Haarde.

    Ekkert hefur breytt þeirri fullvissu minni um að stjórnin eigi að fara frá strax.

    Með þessar milljarðaskuldir á bakinu skil ég ekki þegar fólk getur verið að velta sér upp úr kostnaði við framkvæmd lýðræðisins. Eins og að það kosti sí og svo að kjósa og blablabla.

    Mætum á morgun og gefumst ekki upp.

    Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 20:11

    Smámynd: hilmar jónsson

    Stjórnina burt Steintröll seðló og fjármó burt.

    friður ei fyrr.

    hilmar jónsson, 23.1.2009 kl. 20:47

    Smámynd: TómasHa

    Hefur einhver “drullað” yfir Hörð Torfason gert það út af málefnunum?

    Heldur þú að tilfinningar Þorgerðar hafi verið hluti af leiknum eins og þú virðist trúa að þetta sé? Hvað með hina sem viðtal er við.

    Getur maður pantað sér greiningar á krabbameini?

    TómasHa, 23.1.2009 kl. 21:07

    Smámynd: Vilma Kristín

    Lítið hefur breyst, það má harma veikindi Geirs en þau breyta engu og það er aðeins búið að ná smáhluta með loforði um kosningar. Skil ekki af hverju fólk er að veitast að Herði Torfa.

    Vilma Kristín , 23.1.2009 kl. 21:25

    Smámynd: Kristján Logason

    byltingin er ekki búin

    Stjórnin fari frá – Í vinnslu

    Kosningar – Í vinnslu (staðfestingu vantar á kosningum)

    Seðlabanki, FME – í vinnslu

    önnur mál tekin skref fyrir skref

    Kristján Logason, 23.1.2009 kl. 21:45

    identicon

    Áfram Hörður – fulla ferð. Sleppið þessari meðvirkni. Þið færuð ekki upp í strætisvagn hjá bílstjóra srm væri í sömu sporum og þau sem eru með allt þjóðfélagið í gíslingu. Þó þetta fólk beri ekki virðingu fyrir sér og sínum, flokksfólki sínu og samstarfsaðilum þá ætla ég að biðja þau að sína mér þá virðingu að stíga af vagninum. Ég mun gera allt sem ég get til að koma þessu fólki frá.

    Hafþór Kristjánsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 21:46

    Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

    Jenný Anna hvaða lýðræði ert þú að tala um? Er það lýðræði að steypa stjórn sem er mynduð eftir að haf verið mynduð af flokkum með meirihluta á bak við sig?

    Ekki það að ég vill að það verði kosið í vor. Og mótmæli sem ekki fela í sér ofbeldi finnst mér eðlileg.

    En hvað fáum við með því að skipa utanþingsstjórn. Jú utanþingstjórn þarf ekki að lúta valdi kjörina fulltrúa, ekki valdi fólksins. Og ef forsetinn velur í stjórnina eins og einhver sagði hér þá væri nú ekki víst að þjóðin væri tilbúinn að sætta sig við aðgerðir hennar. Hagfræðingar segja að við þurfum að skera mun meira niður heldur en við höfum gert. Og er víst að fólk sé tilbúin að þjappa sér saman um stjórn sem það hefur ekki haft neitt um að segja. Hvað t.d. ef að Hannes Hólmsteinn yrði valin til að leiða hana?

    Ef það yrðu kosnigar nú t.d. í mars eða jafnvel í febrúar mundi ég ætla að flokkarnir færu að keppast um að lofa útgjöldum í þetta og útgjöldum í hitt. Kosningar hafa alltaf farið þannig fram hér. Munið þið 90% húsnæðislánin, skattalækkanirnar, öll jarðgönginn o.s.frv.

    Flokkarnir þurfa að fá einhvern tíma til að móta sér framtíðarsýn til að koma okkur út úr þessu á sem skemmtum tíma en samt raun hæft.

    Magnús Helgi Björgvinsson, 23.1.2009 kl. 21:46

    Smámynd: Júlíus Björnsson

    Willem Buiter Professor of European Political Economy, London School of Economics and Political Science; former chief economist of the EBRD

    The EBRD is owned by its member/shareholder countries, the European Communityand the European Investment Bank

    Samkvæmt þessu aðila munum við búa við gjaldeyrishöft næstu 10 árinn. Selja fiska inn á lágvörumarkaði ESB á lágu gegni krónunnar, og lifa af landbúðarframleiðslu innanlands þangað til umsókn um innlimun í ESB verður samþykkt. Það verða engin kosningaloforð ef þetta er rétt mat. Langvarandi fjölda atvinnuleysi og niðurskurður mun meiri en nú þegar er orðinn. ESB er ekki góðgerðastofnum. Í okkar dæmi niðurjöfnunarstofnun.

    Júlíus Björnsson, 23.1.2009 kl. 22:09

    Smámynd: Björgvin R. Leifsson

    Ég get ekki ímyndað að flokkar, sem færu að lofa “gulli og grænum skógum” í væntanlegri kosningabaráttu fái mikið fylgi. Mér kæmi reyndar ekki á óvart að sá eða þeir flokkar, sem þora að tala heiðarlega til fólks og segja því nákvæmlega hvað það mun kosta okkur að koma okkur út úr þessum ógöngum, uppskeri best. Ég tala nú ekki um ef þeir lofa að láta bæði embættismenn og útrásarvikinga sæta ábyrgð. Hingað til hefur aðeins einn flokkur mér vitanlega lagt til að frysta eignir auðmanna áður en þeim tekst að koma öllu undan.

    Björgvin R. Leifsson, 23.1.2009 kl. 22:28

    Smámynd: Júlíus Björnsson

    Hjartað eða mistöð heilans er það littli heilinn: cerebellum: The large lobe of thehind brain. Auðþekktur er Hjörturinn á hornunum. Cerval. Blóðpumpan er það hjarta ástarþrælsins. Hjarta merkir yfirleitt á menntamáli miðstöð.

    Hjörtur vísar til Hjart-ar[e].

    Júlíus Björnsson, 23.1.2009 kl. 22:33

    Smámynd: Eva Hauksdóttir

    Tómas. Bloggarar hafa drullað yfir Hörð fyrir að segja þá skoðun að Geir sé að nota veikindi sín sem pólitíska reykbombu. Ég held ekki að þetta sé ‘leikur’ og hef fulla samúð með Geir eins og öllum sem fá þennan hræðilega sjúkdóm. Hitt er svo annað mál að Geir ætti að segja af sér, óháð heilsufari sínu, af því að hann lofaði traustri efnahagsstjórn og brást gjörsamlega.

    Eva Hauksdóttir, 23.1.2009 kl. 22:43

    Smámynd: Eva Hauksdóttir

    Magnús Helgi. Það sem við fáum með því að skipa utanþingsstjórn er að þeir sem eru búnir að klúðra fá ekki að klúðra meiru. Það er alveg hugsanlegt að við fáum utanþingsstjórn sem er meingölluð en þegar einhver er búinn að níðast á manni vill maður fá einhvern annan, jafnvel bara hvern sem er.

    Eva Hauksdóttir, 23.1.2009 kl. 22:46

    Smámynd: Predikarinn – Cacoethes scribendi

    Ég held ég taki undir með þessari grein sjálfstæðismanns í Kópavoginum sem má lesa á eftirfarandi slóð : http://baldur.xd.is/

    Predikarinn – Cacoethes scribendi , 23.1.2009 kl. 23:28

    identicon

    Ég er svo hjartanlega sammála þér að það hálfa væri nóg. Hörður Torfason hefur staðið sig stótkostlega og hvar værum við stödd ef allir hefðu sofið á verðinum? Hver fjandinn er eiginlega í hausnum á fólki? Moð? Eða bara alls ekki neitt, þegar fólk veikist tekur það sér frí frá störfum, basta! Það er samt eitt sem vefst fyrir mér, hver á að taka við? Ég á mína vonarstjörnu inni á þingi en ég hef líka rekið mig á að væntingar mínar hafa oft á tíðum verið afskaplega barnalegar og lítt ígrundaðar t.d, kaus ég núverandi forseta í fyrra skiptið sem hann var í framboði, hugsaðu þér bara. Sumir tala um að setja ætti á embættismannakerfi til næstu tveggja til fjögurra ára. Ég viðurkenni að ég er málum af þessu tagi ekki nógu kunnug til að leggja þar eitthvað til, en yrði mjög glöð ef eihver góðviljaður sæi sér fært að upplýsa mig fákunnandi þar um. Hitt er ótvírætt í minni sál að núverandi ríkisstjórn á þegar í stað að víkja. Kvurslags aumingjagangur er þetta eiginlega í mönnunum! Baráttukveðjur, Mamma.

    Mamma (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 00:07

    Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

    Allar kröfurnar eru ennþá í gildi, burt með spillinguna. Lifi eldhúsáhaldabyltingin

    Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.1.2009 kl. 00:20

    Smámynd: Sigrún Jóna

    Sammála Predikaranum

    Sigrún Jóna , 24.1.2009 kl. 00:21

    identicon

    Þar sem fólk hefur vaðið úr einu í annað og mikið gert af því að “kasta skít” yfir Hörð nokkurn Torfason á netinu, sumir eru reyndar í mikilli vinnu við það eitt að kyngja þessum “skít” sínum aftur, eingöngu vegna þess að þeirlásu bara textann á mbl.is, en áttuðu sig ekki á því að fara örlítið neðar og…..hlusta á viðtalið við Hörð.Svona er lífið, við gerum öll mistök (stundum of fljótfær), en við setjum þó ekki öll heila þjóð á kúpuna.Stundum er ósköp gott að vera bara sveitamaður í rólegheitum á Akureyri

    bestu kveðjur

    Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 01:24

    identicon

    Kæru mótmælendur. Hef ávallt verið tiltölulega riðsöm. Stjórnmál hafa þó ávallt komið mér við og aðhyllist ég s.k blandað hagkerfi sem þýðir í stuttu máli að einstaklingar eiga að hafa alla möguleika, en mennta- og heilbrigðisþjónusta á að heyra undir verndarvæng samfélagsins.

    Legg ég ofuráherslu á að öllum börnum sé gefið sama tækifæri lífinu óháð því við hvaða aðstæður þau fæðast.

    Græðgisstefnu frjálshyggjunar fordæmi ég . Ríkisstjórnin á að standa vörð um sína þegna, ekki nægir að setja regluverk það verður að framfylgja reglunum – óháð kunningskap í okkar litla samfélagi og þar liggur að mínu mati hundurinn grafinn.

    En allar “hreyfingar” verða að gera málefnalega grein fyir því sem verið er að berjast fyrir. Færa verður rök fyrir sínu máli.

    Og þá að skilaboðunum: Hef ekki séð stafkrók frá ykkur um hvað eigi að gera, engar lausnir kynntar . Er þetta bara trumbusláttur úr eyðimörkinni?

    Það dugir ekki bara að mótmæla og beina svo mótmælunum í eina allsherjarárárs á óbreytta lögreglumenn sem eru ekki að gera annað en að sinna vinnu sinni. Ömurlegt á að horfa og til minnkunar fyrir ykkur öll, sem er enn talin einn hópur. Gerendur á auðvitað að sækja til saka. Enda refisverð athæfi þar á ferð.

    Hvað viljið þið.? Viljið þið ríkisstjórnina burt og uppsögn lánsins? Sem þýðir þá væntanlega að þið viljið Steingrím J. sem forsætisráðherra – sem vill segja upp láninu sem veitt var frá IMF. Nú af hverju þá ekki að upplýsa okkur hin um það.

    Hvaða þýðingu hefur það fyrir samfélag okkar. Hefur einhver ykkar hugmynd um það. Setja verður hlutina í samhengi og gera sér grein fyrir afleiðingum áður en farið er að gaspra með pottalokum. Það er alltaf lykilatriði að vita um hvað maður er að tala.

    Gangi þetta eftir að að VG verði kosnir til forustu mun blasa við einangrun í viðskiptum við alþjóðasamfélaginu. Við erum þá að segja upp EES samningum og göngum aftur á svif tollahafta. Þið sem eruð að Austurvelli – munið þið hvernig það var?

    Alþjóðasamfélagið mun hafna því að eiga viðskipti við okkur. Við munum ekki geta selt fiskinn okkar og aðrar vörur nema sæta tollahöftum. Og getum þá ekki flutt inn vegna skorts á gjaldeyri. Við blasir vöruskortur og enn frekari atvinnuleysi.

    Kæru mótmælendur – kynnið OKKUR hvað lausnir þið hafið – viljum gjarnan fá að heyra þær?

    Áhugamaður um framtíð Íslands

    Lifið heil

    gb (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 04:13

    identicon

    Kröfur þeirra sem styðja spillingu flokkanna er Þjóðstjórn.

    Kröfur anarra er utanþingsstjórn meðan við endurvekjum lýðræðið

    Grettir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 08:17

    Smámynd: Eva Hauksdóttir

    GB, mótmælendur eru ekki stjórnmálaflokkur sem hefur myndað sérstaka stefnu. Við erum úr öllum flokkum og utan flokka og hugmyndir um lausnir eru mismunandi. Ég hef mínar hugmyndir um það hvernig ég tel rétt að taka á málum en það er ekkert í verkahring mínum eða þínum að koma fram með allsherjar lausnir, heldur á þjóðin að koma sér saman um hvernig hún vill bregðast við, þegar búið er að sparka valdníðslupakkinu út í hafsauga.

    Eva Hauksdóttir, 24.1.2009 kl. 10:03

    identicon

    Þakka þér Eva fyrir að halda alltaf fókus og þora að vera sjálfri þér samkvæm.

    Set hér link á sérlega góða færslu hjá Láru Hönnu í dag:

    http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/781973/#comment2140365

    Veikindi gera ríkisstjórnina ekki minna vanhæfa en áður – baráttan heldur áfram.

    Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 10:41

    Smámynd: Kristján Logason

    —-
    Wrong answer 101
    Sem blaðamaður þá setur þú viðmælanda inn í málið og spyrð hann spurningar.
    Síðan kveikir þú á upptökutækinu og spyrð hann óræðrar spurningar sem engu máli skiptir í raun nema sem framhald af fyrri spurningu.

    Viðmælandi þinn sem nú á traust þitt. Svarar samviskulega.

    Ef þú vilt láta viðmælanda líta enn ver út skellir þú í miðri ræðu hans spurningu sem hann átti alls ekki vona á að verða spurður.

    Með þessu hefur þú séð til þess að viðmælanda vefst tunga um tönn.

    Þegar þetta er klippt og birt er breytt um fyrirsögn.

    ————

    Þetta eru svo augljós vinnubrögð að ég á ekki til orð.
    Það er hafið stríð hér á landi sem aldrei fyrr um orð og tjáningarfrelsi.
    Allir þeir sem ekki tjá sig með samskonar orð og setningarskipan og valdstjórnin eru úthrópaðir á torgum með fáránlegum svívirðingum sem menn ættu ekki einu sinn að láta út úr sér í einrúmi.

    Stjórnvöld gera allt til þess að fólkið í landinu taki ekki af þeim völdin og landið sem þau telja sig ein eiga og geta ráðstafað

    Þetta þarf að stöðva

    Við erum þjóðin

    Landið er okkar

    Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 12:16

    Smámynd: Fannar frá Rifi

    það er alveg æðislegt að þeir sem hafa nær alltaf bara fámennan hóp stuðningsmanna á bak við sig, telja sig nær undantekningarlaust vera að tala fyrir hönd allra landsmanna. er þetta ekki hroki?

    skipa menntamenn og háskólaprófesóra í öll embæti? já lýst mér á. koma á fót menntaelítu lýðveldi. flott mál.

    þeir sem mikið hafa lært hafa ekki sýnt að þeir viti neitt meira en aðrir. Greiningardeildir bankana voru yfirfullar af sprenglærðu fólki.

    Kristján. Þjóðinn vildi kosningar og það verða kosningar. ef þjóðinn vill breytingar þá kýs hún um það í kosningum í maí. ertu kannski hræddur um að málstaður ykkar byltingarsinna sé ekki uppi á pallborði þjóðanna og þú sért hræddur við lýðræðislegar kosningar?

    ef þjóðinn vill það, þá mun hún kjósa þá sem vilja breytingar. ég ætla ekki vera svo hrokafullur og haldinn svo miklu mikilmennsku brjálæði að halda að ég tali fyrir þjóðina. ég tala fyrir mig sjálfan en ég tel að þorri almennings þessa lands er búinn að fá sig full saddan af ofbeldi og stjórnleysi mótmælanda.

    stærsta markmiðinu hefur verið náð. flestir eru tilltölulega sáttir nema þið byltingarsinnarnir sem verðið greinilega ekki ánægðir nema að þið náið völdum með ofbeldi og getið verið einráð. orð ykkar og athafnir hafa undanfarna daga bent til þess að lýðræði er ykkur ekki ofarlega í huga.

    Fannar frá Rifi, 24.1.2009 kl. 12:56

    Smámynd: Heiða B. Heiðars

    Mótmælum sem aldrei fyrr.

    Ég veit að það er fullt af fólki sem heldur að kröfum hafi verið mætt… það veit bara ekki betur.

    Kosningar í vor voru bara einn hluti af mörgum.

    Sjáumst Eva mín

    Heiða B. Heiðars, 24.1.2009 kl. 13:03

    Smámynd: Eva Hauksdóttir

    Stærsta markmið sumra eru kosningar. Stærsta markmið flestra sem hafa haldið uppi mótmælum er samt sem áður ekki kosningar, heldur að tekið verði fyrir valdníðslu og spillingu. Það verður ekki gert innan flokkakerfisins.

    Eva Hauksdóttir, 24.1.2009 kl. 13:03

    identicon

    Góða fólk, Hörður Torfa hefur verið að vinna mjög gott verk en hann fór illilega fram úr sér í gær með túlkun sína á orðum Geirs og skuldar Geir og þjóðinni afsökun svo að hann síni að hann er meiri maður en þeir sem er verið að krefjast að segi af sér.

    Núna þegar er búið að fá í gegn að það verða kosningar í vor þá er næsta að ná að hrekja Dabba kóng og félaga úr seðlabankannum og stokka upp fjármálaeftirlitið.

    Varðandi fyrirhugaðar kosningar er sú staða að ég treisti ekki nokkurum manni sem er á alþingi núna til að stjórna landinu áfram og síðst af öllu vinstri grænum því að þar er samsafn af fólki sem ekki hefur þrifist í öðrum flokkum. Skaphundar eins og Steingrímur J og Ögmundur eiga ekkert erindi í ráðherrastóla.

    Aftur á móti líst mér vel á að prófa utanþingstjórn.

    Gísli Einars. (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 14:10

    identicon

    Sko Hörð, hann er flottur og segist vera búin að koma afsökkunarorðum til fosetisráðherra, ég er stoltur af Herði

    Gísli Eianrs. (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 15:06

    Smámynd: Kolbrún Hilmars

    Ég er hlynnt þjóðstjórn fram að kosningum. Þótt þingmenn margir hverjir séu vitagagnslausir vitum við þó hverjir þeir eru. Ég treysti ekki forsetanum lengur og myndi því treysta varlega þeirri utanþingsstjórn sem hann skipaði.

    Stærsta óleysta vandamálið nú er hvernig ná má böndum yfir útrásarliðið, sem setti þjóðina á hausinn. Þó ekki væri til annars en stoppa þá af sem enn eru á fullu í braskinu. Þá þurfum við einmitt VALDNÍÐSLU. Því ekki duga lögin – löglegt en siðlaust verður aldrei dregið fyrir dómstóla.

    Og á meðan við almúginn rífst um hvaða embættismenn eigi að fjúka næst, fá fjárglæframenn frið til þess að koma öllu sínu á þurrt. Stundum hvarflar að mér hvort þeir beinlínis eigi útsendara sem halda fólki við efnið???

    Kolbrún Hilmars, 24.1.2009 kl. 15:18

    Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

    Sæl Eva,

    Væri ekki bara ágætt fyrir ykkur mótmælendur að reyna nú aðeins að anda með nefinu og fara að undirbúa kosningar og vinna að ykkar stefnumálum? 3 mánuðir er ekki langur tími og nýir ráðherrar eða embættismenn gætu ekki sett sig inn í starfið á þeim tíma, hvað þá gert eitthvað að viti.

    Vitið þið hvað, lögreglan er á launum hjá okkur skattgreiðendum. Við þurfum líka að borga skemmdirnar sem þið valdið á opinberum eigum. Þið gagnrýnið skuldsetningu ríkisins vegna bankahrunsins en eruð svo að vinna að enn meiri skuldsetningu með ykkar athöfnum.

    Spáið í það.

    Aðalsteinn Bjarnason, 24.1.2009 kl. 17:23

    Smámynd: Eva Hauksdóttir

    Sæll Aðalsteinn

    Mótmælendur eru ekki stjórnmálaflokkur. Það er ekki okkar að undirbúa kosningar, heldur að bylta þessu rotna kerfi.

    Mótmælendur eru aukinheldur skattgreiðendur sem eru búnir að fá nóg af því að láta troða á sér og tilbúnir til að leggja í þann fórnarkostnað sem þarf til að losna við skítapakkið sem rændi okkur, brást og blekkti.

    Ekki nóg með það, heldur eru mótmælendur líka sjálfstætt fólk sem tekur sínar eigin ákvarðanir og fer áreiðanlega ekki eftir tilmælum einhverra bloggara nema sá sami komi fram með virkilega góða hugmynd. Að missa dampinn núna er verulega langt frá því að vera góð hugmynd. Að mínu mati er hún mjög slæm.

    Og þar með ætla ég að gera mig klára fyrir götupartý til stuðnings árshátíð Seðlabankans. Hún er á Hilton kl 22 og partýið verður þar fyrir utan. Mætið endilega edrú en komið með hljóðfæri, teppi, kaffi á brúsa og samloku, því þetta gæti orðið löööng útihátíð.

    Eva Hauksdóttir, 24.1.2009 kl. 20:00

    Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

    Nei Eva, þið eruð ekki stjórnmálaflokkur. Þið viljið losna við skítapakkið sem rændi ykkur. Gott og vel. Hver rændi ykkur annars? Geir? Ingibjörg? Davíð? Lögreglan?

    Ég er alveg sannfærður um að lögreglumennirnir þurfa að borga af sínum myntkörfulánum alveg eins og ég og þú.

    Hver er tilgangurinn með að skemma eigur almennings? Styður þú slíkt?

    Viljið þið kannski bara mótmæla, sama hvað tautar og raular? Er ykkur alveg sama um kosningar? Breyta þær engu? Þið kannski viljið engin stjórnvöld?

    Ég bara spyr.

    Aðalsteinn Bjarnason, 24.1.2009 kl. 20:19

    Smámynd: Júlíus Björnsson

    Leggja seðlabanka og Kauphöll niður. Þá lækkar launakostaður fjármálaeftirlitsins sjálfkrafa.

    Júlíus Björnsson, 24.1.2009 kl. 21:35

    Smámynd: Eva Hauksdóttir

    Það er auðvitað ríkisstjórin sem ber mesta ábyrgð en það ætti líka að vera löngu búið að reka embættismenn sem hafa gerst sekir um spillingu eða sýnt af sér afglapahátt í starfi.

    Lögreglan ber þá ábyrgð að verja völd ríkisstjórnar og stofnana, þrátt fyrir það siðleysi sem þetta fólk hefur sýnt af sér. Lögreglan er ein af þeim rotnu stofnunum sem þarf að hreinsa til í enda er ekki nóg fyrir þá að beita því ofbeldi sem þeim er leyft með lögum, heldur eru mannréttindabrot og fantaskapur jafn sjálfsögð hjá löggunni eins og frændsemisráðningar í stjórnkerfinu.

    Skemmdarverk eiga að mínu mati rétt á sér þegar þau þjóna tilgangi en þau eru vandmeðfarin og ég mæli ekki með slíku nema þau séu þaulhugsuð og skipulögð.

    Ég get ekki talað fyrir aðra. Sjálfsagt eru þúsundir mótmælenda hæst ánægðir með að fá að kjósa. Mér finnst það ekki nóg. Ég hef ekki trú á að neitt lagist við að skipta um rassa í ráðherrastólunum á meðan spilling og valdasöfnun er innbyggð í stjórnkerfið. Það þarf að stokka þetta rotna flokkakerfi upp.

    Persónulega vil ég engin stjórnvöld enda aðhyllist ég anarkí. Það er þó ekki raunhæft að koma á stjórnvaldslausu samfélagi í bráð. Þessvegna mun ég kjósa þann flokk, sem lofar að stokka upp stjórnkerfið, neita að greiða icesave skaðann og skila láninu frá IMF. Ef enginn er til í það mun ég skila auðu og taka svo afstöðu til þess hvort ég flyt úr landi eða held áfram að berjast.

    Eva Hauksdóttir, 24.1.2009 kl. 22:39

    Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

    Ok Eva,

    Nú skil ég allt, þú vilt engin stjórnvöld og enga lögreglu, burt með allt pakkið annars flytur þú úr landi og finnur þér land án lögreglu og stjórnvalda.

    það kemur eitt land til greina…. Sómalía…… Þú yrðir fín með sjóræningjunum þar:)

    Aðalsteinn Bjarnason, 24.1.2009 kl. 22:50

    Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

    Þú villt sem sé landauðn Vinstri græna. “Lögreglan er ein af þeim rotnu stofnunum sem þarf að hreinsa til í enda er ekki nóg fyrir þá að beita því ofbeldi sem þeim er leyft með lögum, heldur eru mannréttindabrot og fantaskapur jafn sjálfsögð hjá löggunni eins og frændsemisráðningar í stjórnkerfinu.” Telur þú þig þá betur hæfa sem lögreglustjóra en Stefán Eiríksson. Studdir þú kannski ábendingar um heimili, þeirra lögreglumanna sem voru á verði við Alþingishúsið í því skyni að áreita þá og fjölskyldur þeirra á heimilum þeirra. “Skemmdarverk eiga að mínu mati rétt á sér þegar þau þjóna tilgangi en þau eru vandmeðfarin og ég mæli ekki með slíku nema þau séu þaulhugsuð og skipulög” Að þú skulir geta látið svona frá þér. Þetta ber vott um konu með mjög brenglað hugarfar. Ég hef skömm á svona hugsunn, og styð tillögu síðasta ræðumans. Sómalía er meira við þitt hæfi.

    Sigurbrandur Jakobsson, 24.1.2009 kl. 23:07

    Smámynd: Eva Hauksdóttir

    Nei Aðalsteinn, það er rétt skilið hjá þér, ég sé ekki þörfina á því að sumt fólk hafi löglegt vald til að leyna skattgreiðendur upplýsingum og taka örlagaríkar ákvarðanir fyrir þeirra hönd, án samráðs við þá, eins og stjórnvöld gera. Ég sé heldur ekki þörfina á því að sumt fólk hafi löglegt vald til að beita annað fólk ofbeldi, eins og lögreglan.

    Þau störf sem lögreglan vinnur í þágu almennings, krefjast þess ekki að hún hafi neitt vald til að berja mann og annan. Björgunarsveitir og slökkvilið eru hvorttveggja dæmi um virta, elskaða og þarfa þjóna fólksins sem hafa þó ekki það hlutverk að verja völd óhæfra stjórnenda.

    Ástæðan fyrir því að til greina kemur að flytja úr landi sem ég elska út af lífinu er ósköp einfaldlega sú að ég vil ekki láta traðka á mér. Ég ætla ALDREI að borga skuldir Hannesar Smárasonar og ef ég þarf að velja á milli þess eða að fara héðan, þá vil ég frekar búa í Sómalíu.

    Eva Hauksdóttir, 24.1.2009 kl. 23:45

    Smámynd: Eva Hauksdóttir

    Sigurbrandur, þú spyrð hvort ég teldi mig hæfari lögreglustjóra en Stefán Eiríksson.

    Starf Stefáns Eiríkssonar felst að verulegum hluta í því að gæta þess með valdbeitingu að enginn geti stöðvað ríkisstjórnina í því að grafa enn frekar undan okkur. Til að fylgja því eftir beitir hann fyrir sig mönnum sem hafa verið heilaþvegnir að hlýða skipunum án samráðs við samvisku sína, jafnvel skipunum um að beita ofbeldi. Stefán sinnir þessu starfi mjög vel en ég tel sjálfa mig fullkomlega vanhæfa til slíkra óþverraverka.

    Eva Hauksdóttir, 24.1.2009 kl. 23:57

    Smámynd: Eva Hauksdóttir

    Nei, ég studdi ekki ábendingar um ofbeldismenn innan lögreglunnar, en verði ekki hægt að koma lögum yfir þá, mun ég ekki hika við að leggja málin í hendur almennings. Menn eiga ekki að komast upp með fantaskap og valdníðslu.

    Þegar fólk talar um skemmdarverk á þann hátt sem þú gerir, hefur það venjulega ekkert hugsað út í það hvað er á bak við slíkar aðgerðir. Sennilega sérðu fyrir þér stjórnlausa unglinga sem skeyta skapi sínu á dauðum hlutum. En þetta er flóknara en svo því skemmdarverk eru stundum framin í pólitískum tilgangi. Hérer dæmi um gott og fallegt skemmdarverk sem þjónar tilgangi og ber árangur.

    Eva Hauksdóttir, 25.1.2009 kl. 00:04

    Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

    Eva, lögreglan hér er þó (ennþá) bara með kylfur og táragas. Víða erlendis væri búið að skjóta nokkra mómælendur til bana. Á lögreglan bara að leyfa ykkur að brjóta allt og bramla af því þið eruð svo reið út í einhverja.

    Flest okkar viljum lifa í samfélagi þar sem ríkir lög og regla. Sum okkar vilja það ekki og þú ert ein af þeim. Allt í lagi með það.

    Aðalsteinn Bjarnason, 25.1.2009 kl. 00:07

    Smámynd: Eva Hauksdóttir

    Það að lögreglan sé aðeins minna fasísk hér en í mörgum stærri og róstursamari ríkjum, réttlætir ekki ofbeldið. Það er vissulega satt að í Frakklandi og Grikklandi t.d. gengur lögreglan harðar fram en mótmælendur í þessum löndum gera það líka. Ég er viss um að ef til þess kemur að Íslendingar taka upp á því að brenna bíla og rústa verslunum, muni lögreglan hér beita nákvæmlega sama fantaskapnum og kollegar þeirra erlendis.

    Lögreglan er það eina sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að koma óhæfu fólki frá. Ef ríkisstjórnin hefði ekki Stefán og hina valdníðsluhundana til að verja sig, þá þyrfti aldrei að koma til þess að neitt yrði brotið og bramlað. Hávaði myndi duga fullkomlega, þau myndu hypja sig án þess að nokkru eggi væri kastað.

    Eva Hauksdóttir, 25.1.2009 kl. 00:24

    Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

    Eva…. þér getur ekki verið alvara með þessu. Ertu ekki fullorðin manneskja?

    Aðalsteinn Bjarnason, 25.1.2009 kl. 00:29

    Smámynd: Eva Hauksdóttir

    Nei, mér er náttúrulega ekki alvara. Löggan þarf að passa okkur unglingana svo við gerum ekki eitthvað heimskulegt, eins og t.d. að koma ríkisstjórninni frá völdum. Fimm daga mótmælamaraþon sem mörg þúsund Íslendinga hafa tekið þátt í er náttúrulega bara kjánagangur og það þarf einhver að koma með piparúða á staðinn og gæta þess að allt þetta barnalega fólk nái ekki árangri í því að rísa gegn stjórnvitringum í björgunarleiðangri.

    Eva Hauksdóttir, 25.1.2009 kl. 00:51

    Smámynd: Kolbrún Hilmars

    Eva, nú líst mér ekki á Hvað áttu við með:

    “Lögreglan er það eina sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að koma óhæfu fólki frá. Ef ríkisstjórnin hefði ekki Stefán og hina valdníðsluhundana til að verja sig…”

    Ég þori ekki einu sinni að skrifa hvaða gjörning þú gefur í skyn…

    Kolbrún Hilmars, 25.1.2009 kl. 13:52

    Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

    “Lögreglan er það eina sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að koma óhæfu fólki frá. Ef ríkisstjórnin hefði ekki Stefán og hina valdníðsluhundana til að verja sig, þá þyrfti aldrei að koma til þess að neitt yrði brotið og bramlað. Hávaði myndi duga fullkomlega, þau myndu hypja sig án þess að nokkru eggi væri kastað”. Hér getur ekki kona með samtengingu við veruleikan verið að skrifa. Má ég benda þér á frásögn lögreglumanns og eiginkonu hans í laugardagsblaði Morgunblaðsins. Svona skrif minna mig á hugmyndafræði Bader Meinhof í Vestur Þýskalandi á árunum 1970 til 80. Svona skrif eru bara sjúkleg og ekki í nokkru samhengi við það sem mótmælin ganga útá. Það birtust myndir í blöðunum eftir gamlársdag meðal annas af þér með þeim fremstu í flokki að reyna að ryðjast inná Hótel Borg með ofbeldi og látum gegn saklausu fólki sem var bara að vinna sína vinnu. Lögreglan er ekki sökudólgur, þeir eru bara að gera það sem þeim ber skylda til að gera og vinna samkvæmt lögum og stjórnarskrá þessa lands. Hafir þú aðrar hugmyndir er hugmynd Alla Bjarna um Sómalíu mjög freystandi fyrir þig og þína!!

    Sigurbrandur Jakobsson, 25.1.2009 kl. 16:27

    Smámynd: Eva Hauksdóttir

    Hlutverk lögreglunnar í mótmælum er að gæta þess að mótmælendur nái ekki árangri. Lögreglan á að vernda vald ríkisstjórnarinnar, koma í veg fyrir byltingu, hversu illa sem ríkisstjórnin hefur staðið sig.

    Nei Tinna það er alveg rétt skilið hjá þér, við erum ekki (allavega ef ég tala fyrir sjálfa mig) í neinu persónulegu stríði við einstaka lögregluþjóna og ég get alls ekki séð neinar aðstæður uppi sem réttlæta að þeir séu grýttir. Hinsvegar er fráleitt að tala um lögguna sem samherja sem séu bara að vinna vinnuna sína, þegar vinnan þeirra felst í að berja þá sem reyna að koma vanhæfu fólki frá völdum.

    Og ég er ekki að gefa neitt í skyn, ég er að segja það hreint út; lögreglan er sem stofnun einn af sökudólgunum og að vinna við að berja mótmælendur er eitthvert auðvirðilegasta starf sem nokkur getur tekið að sér. Þessir menn eru fyrirlitlegir hundingjar, EN, það má samt ekki kasta gangstéttarhellum í þá, ekki frekar en í hunda.

    Eva Hauksdóttir, 25.1.2009 kl. 20:49

    Smámynd: Eva Hauksdóttir

    Sigurbrandur, Bader Meinhoff samþykktu og beittu ofbeldi. Það hef ég aldrei gert. Mér sýnist hinsvegar á öllu að þú sért einn þeirra sem álítir eðlilegt og gott að lítill hópur á vegum stjórnvalda hafi löglegan rétt til að beita borgarana ofbeldi, sem þeir mega aftur á móti ekki verjast.

    Eva Hauksdóttir, 25.1.2009 kl. 20:56

    Smámynd: Hlédís

    Þakka drengilega baráttu, Eva! Vonandi gengur vel gagnasöfnun um lögregluofbeldið 20, janúar 2009, þann söglega dag er þjóöin hóf að rísa í alvöru gegn ræningjunum og verndurum þeirra.

    Þá þarf að kortleggja tímaröð atburða næsta kvölds, 21 jan., Táragaskvöldsins, því yfirvöld og þeirra þý blása út útgáfu lögreglustjórans í Reykjavík um atburði. Skyldi vera hægt að púsla saman sannari mynd af myndum og frásögnum viðstaddra? Lygar og yfirhilmingar mega ekki fara í sögubækur sem “sannleikurinn” – nóg er annars um það.

    Hlédís, 26.1.2009 kl. 08:02

    identicon

    Eva ,mér finnst þið hafa staðið ykkur frekar vel heldur en hitt,,en nú þegar þetta hefur gengið eftir, þessi atriði sem þú telur upp hér efst á síðunni hvenær ætli fólk fari að rísa upp gegn útrásarvíkingunum það er þeir sem eru búnir að koma öllu hér á kaldan klaka,nú hlæja þeir í sínum fílabeinsturnum því nú ríkir algjört stjórnleysi og þeir fá að vera í friði og geta falið slóð sína,er ekkert talað um þetta í ykkar röðum…

    Res (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 16:34

    Smámynd: Hlédís

    Mér er ljóst, ágæta Eva, að þú getur ekki verið baráttu-fulltrúi okkar allra Sjáum til, hvað getum með sameiginlegu átaki!

    Hlédís, 26.1.2009 kl. 16:40

    Smámynd: Eva Hauksdóttir

    Jú Res, ég hef engan hitt að máli sem finnst lítil ástæða til að finna leið til að láta útrásarvíkingana sæta ábyrgð. Fólk mun rísa gegn útrásarvíkingunum um leið og þú gerir það sjálfur. Ef þú ert í stuði til þess þarftu ekki að bíða eftir mér eða neinum öðrum. Byrjaðu einn ef þú þekkir engan og fólk mun koma með þér, kannski ekki fyrsta daginn en fyrr eða síðar mun það gerast.

    Sjálf ætla ég að taka morgundaginn í að sinna heimili mínu, fyrirtæki og ástvinum. Ég reikna með að taka þátt í aðgerðum gegn natófundinum í vikunni og það verður svo að fara eftir því hvað mun gerast í pólitíkinni hvað ég geri í næstu viku. Hugsanlega verður þá strax hægt að tæta í útrásina af fullum krafti og hugsanlega byrja einhverjir á því strax í dag.

    Eva Hauksdóttir, 26.1.2009 kl. 16:50

    Smámynd: Eva Hauksdóttir

    Það er rétt Hlédís, ég er enginn fulltrúi. Ég er ekki þjóðin, ég er ein rödd, minn eigin fulltrúi. Aðrir verða að vera sínir eigin fulltrúar líka.

    Eva Hauksdóttir, 26.1.2009 kl. 16:51

    identicon

    Eva.Þannig að einhver stór hópur væri á móti þínum aðgerðum og myndi ryðjast inn í búðina þína og heimili til að brjóta og bramla þá ætti Lögreglan að halda sér í hæfilegri fjarlægð því þetta væru mótmæli og Lögreglan má alls ekki trufla svoleiðis fínheit

    Sigurbjörn (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 16:34

    Smámynd: Hlédís

    Er Sigurbjörn ekki ‘týpiskur svona’ IPPI ? (IP-tala skráð!)

    Útúrsnúningar og þaðan af verra – nafnlaust.

    Hlédís, 28.1.2009 kl. 16:53

    identicon

    síðast þegar ég vissi þá hét ég sigurbjörn svo ég er ekki nafnlaus.

    Sigurbjörn (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 16:55

    Smámynd: Eva Hauksdóttir

    Ef einhver ræðst að mér þá kalla ég ekki á lögguna, enda hefur hún engan áhuga á að vernda hinn almenna borgara, heldur á vini mína.

    Lögreglan kemur sjaldan í veg fyrir lögbrot og ofbeldi. Þeir sem koma í veg fyrir slíkt eru almennir borgarar. Lögreglan er bara batteríið sem maður klagar til og sem á að rannsaka málin en gerir það oftast illa og aldrei af áhuga þegar venjulegt fólk verður fyrir barðinu á glæpamönnum. Megin tilgangurinn með því að halda úti lögreglu er sá að brjóta niður andóf gegn stjórnvöldum.

    Hitt er svo annað mál að ef lögreglan þjónaði ekki þeim tilgangi, þá myndi enginn brjóta neitt og bramla. Smávegis hávaði myndi duga til þess að ráðamenn létu sér segjast svo frekari aðgerðir yrðu óþarfar.

    Eva Hauksdóttir, 28.1.2009 kl. 16:57

    identicon

    Lögreglan hefur nú ekki verið lengi að redda málunum í þau fáu skipti sem ég hef þurft á hennar aðstoð að halda og ég telst seint til auðmanna eða valdamanna.Er bara ósköp venjulegur launamaður

    Sigurbjörn (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 17:07

    Smámynd: Hlédís

    Ég leita hiklaust til lögregu og segi um hana eins og sagt er um minnihlutahópa: ” Some of my best friends have been policemen” Það breytir ekki því að fjarlægja þarf ofbeldirmenn sem smeygja sér inn í stéttina – alls ekki hilma yfir með þeim..

    Hlédís, 28.1.2009 kl. 17:23

    Unapprove | Reply | Quick Edit | Edit | History | Spam | Trash

Lokað er á athugasemdir.