Vítasukk

Ég er að hugsa um að setja á markað vítamínbætt súkkulaði. Auglýsingin gæti hljóðað svo:

Hollur morgunverður er nauðsynlegur í leik og starfi. Gefið börnunum bragðgóðan morgunverð. Vítasukk, næringarríkasta morgunsúkkulaði á markaðnum.

Svo má bæta um betur með karamellukvöldverði. Endanlegt markmið er að tryggja að aldrei fari neitt sem ekki inniheldur hvítan sykur og harða fitu í gegnum metlingarveg barna.