Víííí!

Ég er hætt að finna til depurðar eftir æfingar en er á góðri leið með að verða flatbrjósta. Það er mun skárra en að fá hjartaáfall af hreyfingarleysi en ekki nein óskastaða samt. Skilst að sé ekkert einfalt trix til að grenna lærin án þess að brjóstin hverfi. Lykillinn að fullkomnu útliti er ekki hreyfing, heldur lýtalækningar.

Skítt með það, það er enginn til staðar til að horfa á brjóstin á mér hvort sem er og loksins, eftir margskonar ófyrirséðar hindranir eru íbúðarkaupin gengin í gegn. Héðan af getur ekkert klikkað, ekki einu sinni þótt einhver hálsbrotni. Skjölin farin í þinglýsingu og rúmir 3 mánuðir þar til ég get flutt inn í ótrúlega fallegu íbúðina mína í Hlíðunum.

One thought on “Víííí!

  1. ————————————————————

    til lukku með íbúðina:)

    Posted by: baun | 26.04.2007 | 13:28:31

    ————————————————————

    Til hamingju íbúðina 🙂 Bömmer með brjóstin en flestar af kvenkyns þrælapískurunum sem ég sé í kropparækt hafa myndarlega og að því að virðist, steinsteypta rekka. Ertu viss um að þú sért í réttum æfingum ?

    Posted by: Guðjón Viðar | 26.04.2007 | 16:32:17

    ————————————————————

    Er ekki betra að hafa þau lítil en lafandi – nei, ég spyr 😉

    Til hamingju með íbúðina – hvað segirðu….erum við á leið að verða nágrannar?

    Posted by: lindablinda | 26.04.2007 | 19:07:13

    ————————————————————

    Vííí en kreisí spennó! Langar ekki í minni brjóst en minni bumba væri eðal.

    Posted by: Barbie | 30.04.2007 | 9:13:25

Lokað er á athugasemdir.