Ég vaknaði við almannavarnaflauturnar í nótt. Eða fannst ég allavega hafa heyrt í þeim. Rauk auðvitað fram og kveikti á sjónvarpinu til að gá hvað væri að gerast. Fór á netið líka. Ekkert kom fram sem skýrði þetta svo ég fór í rúmið aftur. Er búin að tékka á helstu miðlum og finn ekki orð um almannavarnaflautur. Var þetta svona sterkur draumur eða sjá fjölmiðlar ekki ástæðu til að gefa okkur skýringu á svona uppvakningu?