Útrunninn

Getur einhver sagt mér af hverju má ekki geyma ávaxtasafa í opinni fernu í kæli lengur en 3 daga? Kemur eitrun í safann og ef svo er, finnst það þá ekki á bragði og lykt? Sjálf hef ég oft drukkið háaldraðan ávaxtasafa og aldrei orðið meint af. Ég er reyndar með óvenju sterkan maga svo kannski er það ekki alveg að marka.

One thought on “Útrunninn

  1. —————————————–

    er þetta ekki trix til að þú hendir þeim sem þú nærð ekki að drekka hratt og kaupir nýjan?

    Posted by: inga hanna | 8.03.2007 | 8:30:59

    —————————————–

    held það hljóti að vera. Ég drekk alveg upp undir vikugamlan safa (frá opnun)

    Reyndar endast safafernurnar yfirleitt ekki svo lengi hér á bæ (fimm safaþambarar)

    Posted by: hildigunnur | 8.03.2007 | 10:02:49

    —————————————–

    Fer soldið eftir safanum en ef þú geymir hann MJÖG lengi fer hann að skemmast. Og jú, það á að finnast á bragði og lykt. Og tekur yfirleitt MUN lengri tíma en 3 daga ef hann er hafður í kæli.

    Eins og með yfirleitt allt annað, þá er yfirleitt best að taka sem minnst mark á því sem framleiðendur halda fram… Eða allavega taka því með fyrirvara.

    Posted by: Gerður | 8.03.2007 | 11:33:48

    —————————————–

    Ég þynnti eitt sinn útrunninn safa. Það voru nú ljótu vonbrigðin!

    Posted by: Haukur | 9.03.2007 | 8:30:36

Lokað er á athugasemdir.