Tvenns konar beyging nægir

Algengt er að fólk blandi saman þágufalli töluorðanna tveir og þrír.
Þessi orð eru til með tvennskonar beygingu: sumir segja tveimur og þremur í þágufalli, aðrir tveim og þrem. Hvorttveggja er jafnrétthátt en orðmyndirnar tvem og tvemur eru hinsvegar afleitir sambræðingar þessara tveggja orða.

Tvenns konar beyging er nógu flókin þótt við bætum ekki fleiri möguleikum við. Temjum okkur að segja tveim eða tveimur með greinilegu ei-i. Og kennum börnum okkar það líka.