Þú átt það skilið

Svo langar mig að vita hvernig menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að ég og allir aðrir sjónvarpsnotendur, eigi alltaf skilið að fá súkkulaði. Ég hélt að til að verðskulda eitthvað þyrfti maður að gera eitthvað sérstakt og að í nútíma velmegunarsamfélagi gæti maður bara gúllað í sig óhollustu án þess nokkur væri að velta því fyrir sér hvort maður ætti það skilið.

Nú veit ég semsagt að ég á skilið að menga skrokkinn á mér með sykri. En ég veit ekkert hvers vegna.

Ég er búin að liggja yfir mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna en finn hvergi þetta ákvæði um að allir eigi rétt á flottu eldhúsi.