Stækkun yrði lóð á vogarskálina

Á tímum hríðlækkandi heimsmarkaðsverðs á áli, er auðvitað tilvalið að skuldsetja þjóðina enn meir en orðið er og fórna þeim náttúruauðlindum sem við eigum eftir.

Sennilega þurfum við ekki byltingu. Öfgakapítalisminn mun sjá um að rústa sér sjálfur. Spurningin er bara hversu margir fátæklingar þurfa að svelta, á Indlandi, á Jamaica, í Mexíkó, og að lokum á Íslandi, áður en þeir ósiðlega ríku verða nógu fátækir til að sjá glóruleysið í stóriðjustefnunni,

mbl.is Bitist um stækkun í Helguvík

One thought on “Stækkun yrði lóð á vogarskálina

  1. ————————————————————-

    Nákvæmlega Eva. Er ekki komið nóg af ruglinu?

    Bestu baráttukveðjur,

    Hlynur Hallsson, 24.11.2008 kl. 10:52

    ————————————————————-

    Kapítalisminn er einfær um að koma öllu í rúst. Það er ekki hlutverk byltingarsinnanna. Hlutverk þeirra er að vinna að því að fólkið taki völdin úr höndum eigingjarnra eða vanhæfra valdamanna þegar þeir hafa misst tökin á þeim.

    Vésteinn Valgarðsson, 24.11.2008 kl. 10:52

    ————————————————————-

    Áður en álið fór að lækka þá fór það hærra í verði en nokkru sinni fyrr, þetta er sá málmur sem verður notaður í framtíðinni. Hann er endurvinnanlegur og notaður mest að öllum málmum í nútímasamfélagi. Ef borið er saman verðfall á áli og olíu t.d er stór munur þar á. Álver á Íslandi eru umhverfisvænni en nokkur staðar annarstaðar í heiminum. Við að byggja álver þá er það fjárfesting á Íslandi, íslenskt fólk að vinna við uppbyggingu og meira tengt álverinu að ónefndum störfunum sem skapast í álverinu. Aftur á móti eru það erlendir aðilar sem fjárfesta, þar af leiðandi er ekki verið að nýta dýrmætann gjaldeyrir okkar í þessa atvinnuuppbyggingu, það er verið að taka erlent fjármagn og flytja það hingað heim.

    Ég er ekki að óska eftir einu álveri í viðbót en vill samt benda ykkur á þessar staðreyndir

    Jón Þór Benediktsson, 24.11.2008 kl. 11:14

    ————————————————————-

    Þessi stækkun er falin minnkun. Century Aluminum geta ekki staðið við yfirlýsingar sínar um 150.000 tonna framleiðslugetu í fyrsta áfanga, heldur ætla þeir nú í 90.000 tonn í þeim fyrsta en lofa að hafa þá fjóra en ekki tvo. En orkan er ekki til staðar, fjármögnun er í uppnámi. HSS er skuldum vafin og Reykjanesbær berst í bökkum. Önnur verkefni hjá CA eru lengra komin, en þeirra framleiðslugeta er nú hvort eð er langt umfram eftirspurn og fyrirséð að álverðið falli frekar. Þeir sjá engan hag í því að halda þessu brölti áfram í Helguvík. Enda liggja þeirra hagsmunir ekki í því að skapa störf fyrir gjaldþrota þjóð. Þeir hætta við. Stóriðjustefnan er ein af ástæðum þess að við erum 3ja skuldsettasta íðnríki heims. Við keyrum okkur endanlega í þrot ef við höldum áfram þessu rugli.

    Elvar (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 18:45

    ————————————————————-

    Ef menn vilja endilega meiri stóriðju, þá er í öllu falli hægt að gera það án þess að drekkja ósnortinni náttúru. Það væri hægt að byggja sjávarfallamyllur, þess vegna tugi mílna undan landi. En hagkerfið hefur tæpast gott af þenslu núna. Hún væri í besta falli eins og afréttari eða framlenging í hengingarólinni.

    Vésteinn Valgarðsson, 25.11.2008 kl. 23:31

    ————————————————————-

    Hvenær er náttúran ósnortin, hvar eru ekki náttúruperlur, er engin mengun af sjávarfallamyllum? er ekki sjónmengun af öllum vindmyllunum í Danaveldi? Skil ekki alveg með að framlengja í hengingarólinni, við íslendingar lentum í því, að við eyddum á þenslutíma í stað þess að safna til mögru áranna, við getum ekki safnað á mögru árunum þá er það of seint! Ef einhvern tíma á að fá INN erlenda fjárfesta þá er það á tímum kreppu og stöðnunar. Það er ekki að framlengja í ólinni. Aftur á móti með að byggja 2600 íbúðir í borg eins og Rvk. meðan það er oframboð á fasteignamarkaði. Það er að lengja í ólinni.

    Við verðum að fá erlent fjármagn, ein leiðin er að taka lán og það er að lengja í ólinni. Önnur leið er að fá erlenda aðila til að fjárfesta hérna, láta erlenda aðila taka lán og flytja það fjármagn til Íslands. Það er hagkvæmt. Ég endurtek ég mæli ekki með álveri en við verðum að gera eitthvað í stöðunni sem eykur verðmætasköpun, eykur atvinnustigið og hjálpar þjóðinni.

    Jón Þór Benediktsson, 26.11.2008 kl. 18:42

    ————————————————————-

    Og viltu þá bara selja erlendu stórauðvaldi afganginn á brunaútsölu? Við höfum ekki breyst í þróunarríki ennþá. Það sem mest mundi hjálpa þjóðinni núna er að við tökum völdin í eigin hendur, gerum upp við auðvaldsskipulagið og skipuleggjum framleiðslu í landinu í samræmi við þarfir okkar. Ég sé hreinlega ekki að við höfum meira að gera við erlenda fjárfestingu heldur en farsótt.

    Vésteinn Valgarðsson, 26.11.2008 kl. 20:44

Lokað er á athugasemdir.