Obama vann. Ég treysti honum ekki. Ég treysti engum sem telur sig hæfan til að verða valdamesti maður veraldar. Ég er samt fegin að það var hann sem vann því miklu síður vildi ég sjá McCain í þessu embætti.
Og hvað nú? Verður 5. nóvember skráður í sögubækmiklur sem hinn dagurinn þegar heimurinn breyttist?
Við lifum á áhugaverðum tímum.
————————————–
hann er nú ekki orðin forseti ennþá. held það verði ekki fyrr en seint eftir áramót.
Posted by: Garðar (verndari) þór (er ekki guð en er tengdur yfirvitund) bragason ljóða og laga |5.11.2008 | 20:34:01
————————————–
5. nóvember er nú þegar skráður í sögubækur heimsins sem Guy Fawkes Day. „Remember, Remember the Fifth of November…“
Posted by: Vésteinn Valgarðsson | 6.11.2008 | 6:38:27
————————————–
Takk Vésteinn. Ég held samt að valdamesti maður heims geti breytt heiminum öllu meira en Guy Fawkwes.
Posted by: Eva | 6.11.2008 | 8:24:44
————————————–
Ég vona að Obama geti fært Bandaríkjamenn af þeirri óheillabraut sem Georg Bush mótaði. Sá maður skilur eftir sig hræðilega arfleið og satt best að segja er Obama ekki öfundsverður af því að hreinsa til eftir forvera sinn.
Reyndar hef ég það eftir vini mínum í USA að margir bandaríkjamenn hafi kosið Obama vegna Söru Palin. Eins og hann sagði þá var Dan Quayle sení miðað við þá konu.
Posted by: Guðjón Viðar | 6.11.2008 | 13:02:12