Sjálfstætt fólk rekst illa í flokki, nema það hafi nógu mikil völd til að stjórna stefnunni og hafa afgerandi áhrif á allar mikilvægar ákvarðanir.
Flokkakerfið er fyrir foringja og sauði. Ekki fyrir fólk sem hugsar fyrir sig sjálft og leyfir öðrum að gera það líka.
![]() |
Kristinn H. aftur til liðs við Framsóknarflokkinn |
————————————————–
Mér finnst Kristinn og hans ferill ekki gott dæmi um slæma kosti flokkskerfisins.
Kristinn er svolítið “ one of a kind “
hilmar jónsson, 28.2.2009 kl. 12:58
————————————————–
Kristinn hefur ekki sterkt hjarðeðli og rekst því illa í flokki. Slíkt fólk á erfitt uppdráttar innan flokkanna og það skýrir líka hvernig margir þingmenn fylgja foryngjum eins og blindir sauðir.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.2.2009 kl. 14:23
————————————————–
Hvaða eðli Kristinn hefur er mér ráðgáta.
hilmar jónsson, 28.2.2009 kl. 14:30
————————————————–
Ingibjörn Albertsson var svipað dæmi á sínum tíma ef mig réttminnir.. Ég held að það sé einmitt málið að það er rosalega erfitt að vera sammála öllu sem stjórnmálaflokkur sem þú ert í stendur fyrir. Raunar alveg vonlaust.
Brynjar Jóhannsson, 28.2.2009 kl. 19:03
————————————————–
Kristinn er bara að reyna að tryggja sér vinnu, alltaf þegar hann sér fram á að ná ekki kjöri fer hann í þann flokk sem gefur honum mesta von um djobb.
Þó svo að þingmannslaunin séu ekki há hlýtur það að vera næs að vera í djobbi þar sem þú ræður hvenær þú mætir og ef þú vilt skreppa utan þarft þú ekkert að fá frí heldur ferðu bara.
Ragnar Borgþórs, 1.3.2009 kl. 20:05
————————————————–
fýlupúkar sem vilja ekki vinna með öðru fólki rekst illa í flokki einnig 😉
Ari (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 02:23