Persónugerum vandann

Þegar fólk missir vinnuna er það persónulegt vandamál.
Þegar fólk getur ekki borgað af lánunum sínum er það persónulegt vandamál.
þegar fólk þarf að útskýra fyrir börnunum sínum að þau geti ekki haldið áfram í fimleikunum, fengið skólamáltíðir og nýja úlpu, þá er það fokking persónulegt vandamál.

Klúður stjórnmálamanna og embættismanna hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir persónur, sem fá engan afslátt af sínum vandamálum út á það viðhorf að ekki megi persónugera vandann. Fólkið sem klúðraði efnahagskerfinu hefur nöfn, kennitölur og heimilisföng, alveg eins og við hin. Hversvegna í fjáranum ættu persónulegheit vandans ekki að ná til þeirra eins og annarra?